Augnbollur fyrir sjálfstæða Íslendinga

Ég var mjög nálægt því að stinga úr mér annað augað með matargafflinum mínum, dýfa því upp úr brúnni sósu í 1944 plastmatarbakkanum fyrir framan mig og éta það síðan. Þá uppgötvaði ég að það hjálpaði nákvæmlega ekkert til við að losna undan að heyra umræðurnar á næsta borði. Í besta falli myndi ég ekki hitta kartöflustöppuhólfið í næstu atrennu og stinga sjálfan mig í handarbakið.

Þá yrði ég bara eineygt fífl með gaffal stingandi upp úr handarbakinu á mér og eyrnamerg flæðandi niður á axlir í örvæntingarfullri leit sinni að betra lífi.

Jebb.

Mér leiðist afskaplega þegar fólk kjammar um nákvæmlega ekki neitt.


Í gærkveldi var hringt í mig og boðið álfelgur. Það hefur spurst út hversu guðdómlega töff ég er, jafnvel á Passat.

Ef einhver hefði boðið mér álfelgur fyrir nokkrum árum hefði ég spurt á móti hvort viðkomandi aðili hefði áhuga á persneskum trumbum og labbað í burtu. En í dag er ég allur: “Djí, jaaá…álfelgur segiru?!?”.

Ég meina, ekki að ég þurfi að bústa svalið mitt með fimm arma álfelgum, en það myndi ekki skaða. Eða hvað?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *