Fornrit Héðinsfjarðarganga

Ég hef nefnt það áður, hér í þessari blessaðri vefdagbók minni, þann merka vana heila míns að taka hátind hugsanna á kvöldin – og jafnvel um miðjar nætur. Merkilegt þar sem ég get gengið hálf sofandi í gegnum heilu dagana en um leið og hausinn, ó, minn fagri haus, snertir koddann fer heilinn í yfirdrif.

Allt frá Klíngóskum klæðskiptingum yfir í Bónus súpur á tilboði.

Fór að hugsa um Héðinsfjarðargöng í fyrrakvöld. Heyrði nefninlega í uppsprengdum Reykvíking í einum fjölmiðlanum um daginn sem sagði eitthvað á þessa leið: “..7 milljarðar sem göngin kosta, 20 milljónir per fjölskyldu. Svo segir bæjarstjóri Siglufjarðar að íbúar þessa svæðis eigi rétt á þessu. Eigi rétt á þessu? Þá spyr ég hvort við Reykvíkingar eigum ekki rétt á þessum peningum til að byggja upp Vatnsmýrina og færa flugvöllinn!!”

Það kemur ykkur sennilega ekki á óvart að menn með svona Reykjavíkurhroka fara nett í pirrurnar á mér. Vægast sagt. Mig langar að hrifsa hrokann úr þeim með einu handartaki og troða honum öfugum upp í rassgatið á þeim.

Þá kæmi: “.risanasir go akorh nniúnsgufö ðem mutöfakkaj í nrabragrob arab re gÉ.”

Ah, miklu betra. Farðu nú og leiktu þér berfættur í sandkassanum með hinum plebbunum. Kannski færðu að sleikja tær.

Ég er viss um að það hafi átt að vera “point” í þessu einhversstaðar.

Hvað um það.

Það sem ég fór að velta fyrir mér er hver í ósköpunum Héðinn hafi verið. Hver gaf honum leyfi til að skíra fjörð í höfuðið á sér? Það er pínu svindl að misgáfulegir menn sem rómuðu hér um landið á landnámsöld hafi getað nefnt hóla og þúfur eftir sjálfum sér eða vinum sínum.

Segjum sem svo að ég hafi verið uppi á þessum tíma.

Sem ég sjálfsagt var.

Ríðandi á hesti, þykkt og hrokkið hárið sveiflast klaufalega í takt við brokkið. Ekki skrýtið að þessir þrífættu hestar séu útdauðir. Kem yfir fjall, sé nýjan fjörð og æpi yfir mig: “Oj, hjér einn fjörður er. Kallast skal hann Róbertsfjörður”.

Líkt og í dag, var ég langt á undan minni samtíð hvað varðar mál- og gáfnafar.

*hóst*

Svo ríð ég út eftir nýja firðinum mínum og kem að lækjarsprænu: “Heilagt hálsmen himingoðanna, hjér er á. Kallast skal hún Róká ok seg ei meir.”

“Ég kúka núna” vælir Osmó sem er dvergvaxin og sískítandi förunautur minn.

“Þegiðu Osmó ellegar ég kasta þér fyrir björg. Aftur.”

Stoltur lít ég upp og sé fagra en jafnframt ósymmetríska eyju: “Fjandinn!” grenja ég gegnum íðilfagurt skeggið. “Eyja. Kallast skal hún Robbikey.”

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort Héðinn hafi svipaða sögu að segja.

4 thoughts on “Fornrit Héðinsfjarðarganga

 1. Anonymous

  Þú ert greinilega einn af þeim sem vita að risanasir eru eins afturábakogáfram.

  Fórstu eitthvað norður um helgina? Missti ég svona hrottalega af þér?

  f.willy.

  Reply
 2. Anonymous

  Já ég fór norður um helgina. Reyndi að hringja í þig án afláts allt laugardagskvöldið en fékk bara stórskemmtilegt talhólf.

  Fór þá að gruna að síminn þinn væri batteríislaus. Kannski að hann væri líka batteríislaus vegna þess að hleðslutækið er hjá mér. Og kannski gleymdi ég að taka hleðslutækið með norður.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *