Klappað saman lófunum

Ég get varla lýst ógeði mínu á auglýsingunum frá Húsasmiðjunni. Þegar þau slá saman lófunum í lokin vekur það svo mikin viðbjóð hjá mér að ég er alveg á mörkum þess að selja upp á nærliggjandi húsbúnað.

Húsbúnað frá Húsasmiðjunni.

Skora á þig að gera þetta hér og nú. Klappa svona saman lófunum líkt og þú sért nýbúin að moka fjögurhundruð kíló af mykju milli tveggja aðskildra staða.

Svona nú. Gerðu þetta.

Kommaaa-svoooo.

Líður svolítið eins og hálfvita núna. Er það ekki?

Prófaðu núna að gera þetta aftur, en benda síðan með vísifingri hægri handar á tölvuskjáinn og segja hátt og skýrt: “..og þá verður ekkert mál að kúk’uppá bak og þurrka í lak”.

Hvernig líður þér núna?

One thought on “Klappað saman lófunum

  1. Anonymous

    Mér líður ágætlega, held samt að ég hafi ekki séð þessar auglýsingar.


    f.willy

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *