Nesradíó

Þrátt fyrir slægileg mannleg mistök eiga Nesradíó samt hrós skilið fyrir hvernig þeir höndluðu málið. Þeir sóttu bílinn til mín og unnu í honum fram til 23 í gærkveldi. Í morgun var svo farið með hann í umboðið til að ganga úr skugga um tengingar væru í lagi auk þess sem skipt var um svissbotn. Ég get sofnað með sælusvip í kvöld yfir að hafa fengið nýjan svissbotn, ég veit nákvæmlega ekkert um hvaða tilgangi það apparat þjónar, en er nokkuð viss um að það tengist ekki botnlausum dvergum sem eiga sameiginlega svissneska móður.

Auk þess fylltu þau bílinn af bensíni, en hann var nálægt því að vera bensínlaus, og báðust afsökunar. Rólyndismaðurinn sem ég annars er tók þessu öllu með jafnaðargeði. Lítið vita þau um að ég er að undirbúa stórtæklega lögsókn með Neytendasamtökin sem bakjaxl. Eða ekki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *