Ógisslega langur titill

Ok, þannig að ég var allur á Akureyri um helgina. Þannig var það nú bara. Óþarfi að taka fram hversu rosa fínt það var og gaman að hitta fjölskyldu og vini.

Tók eftir því á föstudagskvöldið að bærinn er að fyllast af einhverjum ofbeldisfullum graðhestum, sem sennilega kúka of sjaldan í þokkabót. Þeir eru semsagt fullir af skít. Ég veit líka alveg af hverju þeir kúka svona lítið. Þeir eru á sérfæði, megra sig og skera. Hálfvitar. ANDFÚLIR HÁLFVITAR.
Vinur minn tók karlmennskuna á þetta og notaði vel þekktan frasa þegar þvílíkur skíthaugur nálgaðist hann í von um hressilegar riskingar.

Í matarboði á laugardagskvöldið hóf ég mál á ofbeldisöldu bæjarins.

Síðar um kvöldið var reynt að myrða mig.

Í alvörunni. Algjörlega að tilefnislausu. Eða. Ég var að spjalla við eiginkonu hans. Sem ég hef þekkt í mörg ár. Kurteisisspjall um hvað í fjandanum maður sé að gera við líf sitt. Alltíeinu var mér litið upp og sé þá hvar illa formaðar krumlurnar á þessum skítaskinnpoka koma á öðrum hundraði á móti mér og grípa þéttingsfast utan um hálsin á mér.

Komst að því að við þessar aðstæður breytist ég algjörlega í andstæðuna við sjálfan mig. En þetta var nú ekkert stórmál þar sem ég er ninja meistari. Barði hendur hans frá hálsinum á mér og hrinti harkalega á lurkinn sem hrökklaðist aftur á bak og missti næstum fóta. Síðan missti ég eilítið kúlið þegar ég kom með alltof staðlaða setningu um að ef hann snerti mig aftur þá sé hann dauður. Það er svo ekki ég eitthvað. Ef ég lendi aftur í slíkum aðstæðum verð ég eiginlega að koma með flottari one-liner.

Ég labbaði svo bara í burtu meðan sauðheimskir vinir hans róuðu hann niður.

Á öðrum og léttari nótum þá gleymdi ég snyrtiveskinu mínu. Ég á snyrtiveski. Þegiðu. Það inniheldur samt bara stöff í hárið, tannbursta, rakspíra og svitalyktaeyði. Í um það bil þriðja hvert skiptið sem ég fer milli Akureyrar og Reykjavíkur gleymi og öllu svona snyrtidóti.

Hringdi því í mömmu í gær og bað hana um að senda þetta með flugfrakt. Ekki ætla ég að fara kaupa mér nýjan rakspíra og hárvöru fyrir fleiri þúsund krónur.

Náði í pakkann áðan og ákvað að skella smá rakspíra á mig…svona ef skítafýlan af mér væri farin að hindra eðlilegt loftflæði í vinnunni. Hef greinilega verið svona himinlifandi yfir að fá draslið mitt aftur því ég var með opinn munninn og sprautaði smá beint upp í matargatið.

Nú bragðast allt eins og Calvin Klein.

4 thoughts on “Ógisslega langur titill

 1. Anonymous

  Við ættum kannski að fara að vitna til Eyrarinnar sem ‘Borgar Óttans’ í staðinn fyrir RVK.

  -sigrey

  Reply
 2. Anonymous

  Þessi eiginkona, var það nokkuð daman sem þú fórst að tala við þegar ég hitti þig á Kaffi Krapp… ef svo er þá er nú leiðinlegt að hafa farið og misst af aksjóninu, ég hefði sko þokkalega veðjað 5 þúsurum á massaða tölvunarfræðinginn í bardaganum.

  Samt ævinlega gaman að fá ykkur í heimsókn…


  f.willy

  Reply
 3. Anonymous

  Nei. Það var frænka hennar. Ehemm. Sem einnig vill svo til að var kærastan mín, fyrir-löngu-löngu-síðan.

  Góði Guð. Þetta hefur verið eins og í skoskri sápuóperu á tímabili.

  /robbik

  Reply
 4. Anonymous

  Hvílíkt drama sem líf þitt er orðið. Þú ekur um á tímasprengju, lætur steraköggla heyra það og bætir svo gráu ofan á svart með því að bera ekki á þig rakspíra nema annað slagið. Nú er maður barasta orðinn spenntur að fylgjast með næstu afrekum á sviði karlmennsku þinnar.

  Kv. Tryggvi

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *