Afsakið hlé

Viku bloggpása. Hvað get ég sagt, nóg að gera. Og virðist ekkert vera lát þar á fyrr en um helgina.

Margt gerst síðan síðast. Páinn dáinn (f-ið visvítandi skilið útundan í páfinn til að falla að rími – ég virði engar rímnareglur). Greyið læknirinn sem kom í fréttum fyrir mörgum vikum síðan og sagði að páfinn ætti aðeins nokkra daga eftir ólifaða. Ekki nóg með að trúverðugleiki hans hafi snarminnkað líkt og typpi í kaldri laug heldur þarf hann að gera verulega hreint fyrir sínum dyrum þegar hann fer sömu leið.

Eða hvað? Ég veit það ekki maður.

Átti góða helgi á Akureyri. Málaði heila íbúð og færði sófa. Skrapp á djammið á laugardagskvöldið. Tókst að koma sjálfum mér í mjög súrar og fyndnar aðstæður oftar en einu sinni það kvöld.

Segi ekki meir hér. Haha.

Sé fyrir mér skemmtileg djömm á Akureyri í sumar … einnig í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Prag – svo eitthvað sé talið upp.

Samkvæmt mbl.is í dag þá hrapaði CH-47 Chinook þyrla eftir að hafa “hreppt óveður”.

Í alvörunni. Það hreppir enginn óveður.

Mér gekk ágætlega að komast í vinnuna í morgun þrátt fyrir að hafa hreppt nokkur rauð ljós.

Hvernig væri að hysja upp um sig íslensku málfræðina. Ekki að ég sé íslenskur málfræðingur en ef þetta er rétt þá hef ég augljóslega eitthvað rangt fyrir mér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *