Ég hef snúið öfugsnúið við

Vegna fjölda áskoranna og gífurlegs áreitis (semsagt ekki neitt) hef ég ákveðið að blogga hér um tíma.

Það er að segja í stólnum í vinnunni.

Nei annars.Hef komist að því að ég borga upp nýjan vefþjón á um 10 mánuðum miðaðvið að kaupa þjónustuna út í bæ. Ég þarf nefninlega pláss fyrir allarstafrænu ljósmyndirnar mínar og það kostar.
Málið er að ég er einnig að safna mér fyrir nýrri myndavél til að geta deilt enn fleiri og flottari ljósmyndum með ykkur.

Ákveðin dilemma í þessu.

Þannig að einhverjir hlutar af stórveldinu RobbiK Group verða óvirkir í einhvern tíma, þ.e.

* gallery.robbik.net (veit að mörg ykkar elska að skoða gamlar myndir – þær koma aftur)
* ultimate.robbik.net (sorry Farbror Willy)
* ma99.org (sorry útskriftarárgángur 1999)

Þannig að svona lítur robbik.net út um óákveðin tíma.

Og hananú!

PS:Ef þið eru að velta því fyrir ykkur þá, já, þetta er sjálfsmynd afvinstri hendinni á mér hvílandi blíðlega á Rhodes’inu mínu.

3 thoughts on “Ég hef snúið öfugsnúið við

 1. Anonymous

  Hvers á ULTIMATE !0.000 að gjalda?

  Ég á reyndar nákvæmlega eins vél og þú notaðir sem vefserver, hún situr heima hjá foreldrum mínum og safnar ryki 😉

  f.willy.

  Reply
 2. Anonymous

  Þær eru nú vart nothæfar í neitt annað en ryksöfnun þessar blessuðu vélar, enda orðnar rúmlega 6 ára gamlar.

  Mín er nú búin að ganga ótrúlega lengi og ég kem henni alveg í gang ef ég vil, með smá kúnstum. Hinsvegar var hávaðinn úr harða disknum + örgjörvaviftunni + power supplyinu alveg að gera mig vitlausan. Ákvað að taka hana úr sambandi núna meðan ég gæti allavegana bjargað gögnum af harða disknum, hann er á síðustu snúningunum.

  Reply
 3. Anonymous

  Hæ, ég er að byggja upp safn af íslenskum bloggum á bloggsíðunni minni.
  Ég hef bætt / eða mun bæta link á þína síðu þar og vona að það sé í lagi.
  Ef þú vilt það síður þá læturðu mig bara vita.
  Allir velkomnir í heimsókn.

  http://spaces.msn.com/members/samrag

  Kv.
  Svavar

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *