From Dusk till Dawn at Nasa

Haben Sie auch Getränke ohne Alkohol? Enn önnur helgin liðin og ég þykist vita að þið eru spennt að heyra krassandi kjaftasögur.

Já, það á ekki eftir að gerast hér. Bitch.


Á laugardagskvöldið eftir glimrandi afmælispartý fórum við á Nasa bar. Þar léku Papar fyrir dansi. Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á því hvaðan þetta fólk kom sem fann sig á sama tíma og við inná Nasa.

Ég er ekki einu sinni viss um að þau hafi öll verið mennsk.

Þarna var til dæmis par sem sennilega á einhverjar ættir að rekja til vampíra. Þau voru að reyna bíta hvort annað í hálsinn en virtust hafa fests saman á munnvikunum. Í beinu framhaldi af því hafa þau ákveðið að slefa bara ákaft upp í hvort annað í staðinn.

Ljótt fólk í hamlausum ástarlotum á miðju dansgólfi er ekki eitthvað sem ég hef áhuga á að sjá.

Þetta er ekki allt. Einn gæinn hefur greinilega verið orðinn svona pungsveittur eftir stífa drykkju að hann ákvað að viðra tólin fyrir framan alla.

Aftur. Ljótt fólk að sýna á sér kynfærin er ekki eitthvað sem ég hef áhuga á að sjá.

Þetta er heldur ekki allt. Ég var misnotaður af smávaxinni kynlausri veru með rauða derhúfu. Þetta var einhver Gremlins bastarður sem kleip hálf tilviljanakennt í kringum sig og var síðan svo snögg/ur í burtu að ég áttaði mig ekkert almennilega á því hvað hafði gerst.

Helvítis helvíti. Ljótt fólk sem í þokkabót er helmingi eldra en ég á bara að vera heima hjá sér eða á þar til gerðum skemmtistöðum.

Eftir þetta ákváðum við að kíkja eitthvað annað. Sennilega ekki seinna vænna. Stuttu seinna leystist lýðurinn upp í bláan dularfullan reyk sem þokaðist hægt niður að Reykjavíkurhöfn.

Eða eitthvað.

2 thoughts on “From Dusk till Dawn at Nasa

  1. Anonymous

    Kræst ég var búin að gleyma “sýningardrengnum og sá hvergi “gremlings”bastarðinn:-) Var ég ekki örugglega með á NASA HH

    Reply
  2. Anonymous

    HAHAHAH já gremlings stúlkan…eða var þetta stúlka. einkennileg vera allavega. mitt fyrsta Papa ball og ég skemmti mér svosem vel yfir tónlistinni en ég mun sennilega aldrei bíða þess bætur að hafa séð þetta undarlega fólk. Gunnar

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *