Lífsháski í 24 tíma

Ich bin selbständig. Hef tekið að mér tvö auka-projekt, annað er forritunarvinna en hitt múrvinna. Hvorugt hef ég hinsvegar byrjað á.

Fjandinn, ég er fjölhæfari en skeggjuð kona í farandsirkus.

Ofan á þetta er ég dottin niður í tvær sjónvarpsseríur; annarsvegar Lost eða Lífsháski og hinsvegar 24 eða 24. Er með fyrstu seríuna af 24 á DVD og spæni því í gegnum það, en mánudagar á RÚV eru hinsvegar reglulega á mánudögum og gengur því hægar með Lost.

Ég hef tvær athugasemdir varðandi þessar seríur, ef þú hefur ekki séð þær ættu þessar athugasemdir að skemma lítið fyrir þér.

Í síðasta þætti af Lífsháska drap dularfulli gæinn ísbjörn (ísbjörninn var í boði coca-cola) með því að fylla hann af blýi. Þá spurði pirraði bróðirinn hvort þetta væri dýrið sem hefði banað flugmanninum. Hobbitinn svaraði að það hefði verið miklu, miklu, stærra kvikindi.

Hér er mín athugasemd: Læknirinn, þessi sæti þarna, var búinn að svara bróðirnum að engin hefði lifað af úr framhluta vélarinnar. Hann sagði aldrei neitt um að flugmaðurinn hefði endað sem snakk hjá einhverri ofurveru (sem sjálfsagt er í boði Pepsi).

Ok. Í 24 er komið hádegi hjá mér og Jack Bauer. Það sem ég hef við þessa þætti að athuga eru mæðgurnar sem eru í haldi og gæinn með samviskuna, Rick. Þær vita ekki hvar þær eru í haldi. En vitiði hvað, Rick, sem kemur reglulega til þeirra og hjálpar þeim VEIT hvar þær eru í haldi.

Mamman er í símanum að reyna halda línunni lifandi meðan verið er að rekja símtalið. “Æi, Jack, ég veit ekki hvar við erum…bíddu…það er einhver að koma”. Inn kemur Rick, “Get ég hjálpa ykkur með eitthvað: How about some dick!”.

Ef þær myndu spyrja Rick að því hvar þær væru í haldi væri hægt að kalla þessa seríu 11.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *