Þynnkuskita

Veit ekki hvort það sé aldurinn eða breytt drykkjumynstur, þynnkuskitan hefur færst frá sunnudögum yfir á mánudaga. Þegar ég er að vinna. Sennilega er það aldurinn, líkaminn einfaldlega lengur að vinna úr alkóhólinu.

Í vinnunni eru samkynja klósett. Þið vitið, fyrir bæði kynin, ekki að þau séu sérstaklega fyrir samkynhneigða. Veit ekki hvað þetta kallast á íslensku en á ensku myndu margir kalla það ‘unisex’.

Laust fyrir hádegi að staðartíma þurfti ég á klósettið, vitandi vel hvað var í vændum. Ekkert annað að gera en að drífa í þessu.

Þegar ég hafði loks lokið mér af og kom út af klósettinu mætti ég fljótlega ungri dömu sem ég vinn með. Hæ-aði hana og tók virkan þátt í smá spjalli. Eftir það, meðan ég labbaði í burtu, hugsaði ég með mér: “Óh fokk. Vona hún sé ekki að fara á dolluna”. Engu líkara en sjálfur Satan hefði verpt þarna inni. Langaði helst að stinga pennanum sem ég hélt á í augað á mér og náðasamlegast biðja um að fá að fara heim.

Hún þurfti greinilega ekkert að létta á sér. Gekk framhjá klósettinu án sýnilegra viðbragða mér til mikillar ánægju.

Af hverju tók ég penna með mér á klósettið heyri ég ykkur hugsa núna. Égveitekki. Kannski hélt ég að hugljómun myndi hellast yfir mig á metanmettuðu klósettinu í sambandi við vandamálið sem ég er að berjast við í augnablikinu. Slík hugljómun að nauðsynlegt yrði að skrifa lausnina á lærið á mér samstundis.

Sem væri pínu heimskulegt því þá þyrfti ég að girða niðrum mig þegar ég kæmi aftur í básinn minn.

Og ég er ekki í neinum nærbuxum þar sem er þvottadagur í dag.

Væri hálf pínlegt ef yfirmaðurinn minn kæmi að mér í básnum mínum með buxurnar á hælunum, hoppandi á vinstri fæti í rembingskasti við að lesa kóða af hægra lærinu á mér.

4 thoughts on “Þynnkuskita

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *