Is it Turkey?

“For $75, you get to make it with a rubber dolly.”

Djöfull sem Clintarinn var flottur í The Enforcer í gærkveldi. Ég var ekki lengi að átta mig á því að Tyne Daly, sem lék Inspector Moore, leikur í Judging Amy (EKKI að ég fylgist með þeim þáttum). Það vill svo skemmtilega til að nafni minn Girardi skrifaði einn þáttinn í þeirri seríu. Svona erum við Dirty Harry nátengdir.

Merkilegt líka að ég sjái andlit í bíómynd sem ég þekki strax úr einhverju öðru, en ég man ekki með hvaða fólki ég var í bekk í framhaldsskóla.


Það er verið að reyna fá mig með til Tyrklands. Á föstudaginn. Sem þýðir að ég þyrfti að koma mér til Köben fyrir föstudaginn.

Uhh.

Og hvað er það mögulega sem ég gæti verið að fara gera í Tyrklandi. Hvað er það fyrsta sem fólki dettur í hug að ég myndi gera á slíkum stöðum?

Jú. Spila fótbolta.

Ég sem fæ alvarlega andteppu (or whatyoumaycall-it) ef ég flýti mér um of upp stigann heima. Getur verið erfitt að búa á annarri hæð. Það er, á hæð númer tvö, ekki að ég búi á einhverri annarri hæð en ég sjálfur.

Held samt ég fari ekki því nú langar mig að eyða öllum peningunum mínum í Canon EOS 350D stafræna myndavél. Sleeef.

4 thoughts on “Is it Turkey?

 1. Anonymous

  Ertu að grínast? Myndavél eða Tyrkland? Sko þú ferð til T og kaupir myndavélina þar…. Hvernig kemst maður í liðið, ég var nú ansi efnileg hérna í dennnnn sko í Oddeyrarskóla á kantinum með Þórsstelpunum….
  Knús og kveðjur.. Varmalandsgeimveran:-)

  Reply
 2. Anonymous

  Nei. Ég kaupi myndavél og tek mynd af Tyrkja.

  Annars er ég ekki að fara til T. Áhuginn snarminnkaði þegar ég frétti að þarna væru um 970 karlmenn og 30 kvenmenn. (Svipað hlutfall og á dansgólfinu á ónefndum skemmtistað hér í Rvk um helgina.)

  Auk þess einfaldlega of dýr ferð fyrir minn smekk…

  Reply
 3. Anonymous

  Get vottað um það að sumir voru rosalegir á kantinum í Oddeyrarskóla. Tala nú ekki um frammi með mér í sigursælasta Þórsliði frá upphafi. Skæðara framherjapar hefur ekki sést fyrr né síðar!
  Kveðja Harpa

  Reply
 4. Anonymous

  Ekki að það komi þessu bloggið við þá vorum við Harpa ROOOOOOOOOOOSSSSSSSSSSSSlegar í boltanum…..
  HH

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *