LHR

Algjörlega hef ég gleymt að segja frá athyglisbresti mínum sem tengist beinni útsendingu RÚV frá setningu Listahátíðar Reykjavíkur.

Ekki hef ég hinsvegar gleymt því að hafa séð listamann með rauðrófu í rassinum rúnka sér á drifskafti. Eða þá marga af svokölluðu fremstu leikurum þjóðarinnar hreinlega missi sig í púra kartöflustöppugjörningi til heiðurs íslensku rollunni. Eða óður til vélindans.

Fyrirgefið mér.

En eru þið öllsömul gjörsamlega að missa ykkur?

Að sjálfsögðu erum það við, grámyglaður almúginn, sem ekki nær hænufet upp í listaskilning ykkar stórkostlegu listamanna. Við erum úti á túni í þeim málefnum.

Ég ætla aðeins að prófa. Ímyndið ykkur að ég standi uppi á fjólubláum stalli og æli eftirfarandu upp úr mér við timburslátt Germanskra gleðikvenna:

“Eins og rafknúinn kjarnorkubor mjökumst vér áfram. Iridíumblossar himinhvolfanna hafa ekkert í stjörnuspeki Morgunblaðsins að gera sem þjónar þeim tilgangi einum að vera epli í appelsínu morgunsólarinnar. Allir skrúfuhausar í Svíþjóð eru samankomnir til að hamra á ígildi hitaþolinna kaffibolla. Á meðan hamra naglar Héðinsfjarðar í gegnum fjall peninganna.

Hvalbakur í Hrútafirði er jafn villtur og flutningabíll SS við Jan Mayen.”

Stöldrum við. Ég get haldið áfram.

“Gulir post-it miðar sálarinnar skemma út frá sér vegna illra samsettrar límblöndu sem finna má á baki þeirra. Hvers á ég að gjalda sem saklaus neytandi sem gengur fyrir bensíni útþaninna prumpubelgja.”

Þið vitið sennilega hvert ég er að fara með þetta. Eða ekki.

Persónulega hef ég gaman að menningu og tel hana vera eitt það mikilvægasta sem við höfum.

En menning er ekki bara menning út af því að hún er menning.

En þar sem ég er svo menningarlegur verður “Heilræði” sem finna má hér til vinstri í ljóðaformi það sem eftir lifir Internetsins.

2 thoughts on “LHR

 1. Anonymous

  Virkilega heillandi. Þú átt greinilega framtíðina fyrir þér sem útúrsteiktur prósasmiður slash öxarárljósmyndari.

  Ég samt saknaði mikið að Gunni Gunn skuli ekki hafa pósað nakinn á öxarármyndunum. Hefði lyft þeim upp á næsta level.


  f.willy

  Reply
 2. Anonymous

  Ætluðum að gera það nema hrúga af Japönum í tvídjökkum voru búnir að koma sér í pósu á öllum mest erótísku stöðunum.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *