Mataræði sem ekki er æði

Það er fátt sem jafnast á við gott hnerr. Ég er að tala um svona hnerr sem skilur eftir sig sjáanleg ummerki á gólfinu fyrir framan þig – jafnvel á einhverjum stöðum sem þú kemst bara að síðar eða er bent kurteisislega á af þriðja aðila.

Ég ætla að viðurkenna eitt fyrir ykkur. Eitt sem fá ykkur vita, jafnvel þau ykkar sem halda að þið þekkið mig vel.

“Hvað RobbiK, hvað ætlaru að segja okkar?. Hvað erða sem fáir vita?”
.
.
.
.
Ég hef fylgst með núverandi seríu af Survivor frá upphafi.

Það er rétt. RobbiK er með veikleika fyrir hálfnöktum ameríkönum á eyðieyju. Eða, eins langt og eyðieyja með 400 manna cameru-crewi nær.

En fjandinn hafi það. Nú hef ég litla ástæðu til að fylgjast með þessu lengur. Bevítans bavíanarnir og eiginhagsmunatittirnir kusu hana Stephanie mína burt. Hún var töff.

Ég ætlaði að giftast Steph.

En bara ef hún vinnur milljón dollara.

Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því.


Fór í 11-11 í gær. Eftir vinnu. Vantaði eitthvað fljótlegt og einfalt. Sem og oft áður. Á mánudögum eru víst pylsudagar.

5 pylsur + pylsubrauð á 199 krónur.

Hver getur sagt nei við því.

Át 3 pylsur í gær, 2 í brauði og endaði með “eina bera”. Sennilega eins gott að fámennt var í kringum mig því fátt er meira kynæsandi en ég að éta allsbera pylsu, með ögn af túmatsósu.

Síðar um kvöldið leið mér pínu eins og ég hefði étið mold, með ögn af túmatsósu. Ætla samt að hlífa ykkur við frekari ævintýrasögum sem tengjast klósettum.

5 – 3 segir mér samt að ég eigi 2 eftir. Læt þetta sko ekki fara til spillis og því verða pylsur aftur í matinn í kvöld. Kem til með að borða þær báðar í brauði þannig að rólegar á kantinum.

Jæja, best að ná í pappír og þrífa slummuna af gólfinu!

7 thoughts on “Mataræði sem ekki er æði

 1. Anonymous

  Djöfull að vera orðin edrú, annars hefði ég viljað fá eitthvað af þessu góða stöffi sem þú ert að poppa þessa dagana.
  Annars segir sponsorinn minn að þegar hún tók LSD í fyrsta skiptið og uppgötvaði “sannleikann” í þessu öllu, þá skildi hún ekki hvers vegna þeir sturtuðu ekki LSD í Gvendarbrunna svo við gætum öll lifað í þessum sannleik. Gaman að því.

  -ally

  Reply
 2. Anonymous

  Hmmm.

  Ég verð að segja að það særir mig pínu að verið sé að gefa í skyn að ég sé að skrifa hér undir áhrifum einhverra vímuefna.

  Fullvissa ykkur um að svo er hreint ekki.

  Það vill bara svo til að ég hef húmoríska og kannski eilítið súra sýn á hversdagslega hluti, hef gaman að skrifa og skreyta í kringum þá. Ef þið getið ekki höndlað það þá er það ykkar mál.

  Ekki saka mig um að neyta fíkniefna á opinberum vettvangi.

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  *Hóst* hélt að á þeim sama súra vettvangi væri einmitt vettvangur fyrir súran húmor.
  En ég geri mér nú jafnframt grein fyrir því að ég kem úr umhverfi þar sem slíkt tal er AFAR AFAR hversdagslegt, og merkir ekkert, þaðan af síst, ásakanir um neyslu fólks. Sé ég nú að slíkt kæruleysislegt tal fellur ekki í sama jarðveg alls staðar, hehe og sums staðar grýttan.
  Veit vel að þú notar engin vímuefni og í einfeldni mitt gleymdi að það eru ekki bara vinir þínir sem lesa þessa síðu og vita það sama.
  Að því sögðu vona ég að allir sem lesa fyrra kommentið átti sig nú á því að Robbik er ekki fíknaefnaneytandi, heldur á bara spontant vinkonu með kaldhæðinn húmor. Sem hefur afar afar gaman af súrum færslum þínum og vonar að þær verði margar fleiri.
  Kossar og knús.

  Reply
 4. Anonymous

  Jamen og shiskebob. Þar hittir þú höfuðið á naglann.

  Þó að ég hafi fyllilega skilið kommentið þitt þá eru fleiri sem lesa þessa síðu, sem þekkja mig misvel og jafnvel ekki neitt. Tala nú ekki um þegar ég heyri af því að bloggfærslur séu lesnar upp á vinnustöðum 😉

  Ég vona bara að fólk taki færslur mínar ekki of alvarlega og það sama gildir um kommentin….en verð að leggja áherslu á orðið vona í því sambandi því maður veit jú aldrei hvað fólki dettur í hug að taka alvarlega

  Reply
 5. Anonymous

  Ég er líka með heiftarlegt hnerrablæti, og þarf sko engin hugarástands-breytandi efni til að njóta þess.

  f.willy.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *