Miðnæturheimsókn í Hólavallagarð

Akkúrat núna er Smooth Criminal í spilun á RÚV. Greyið meistari Jackson.

Var á vakt alla helgina. Hafði ekki löngun eða orku í að míngla við annað fólk í eitthvað af þeim júróvisjón partýum sem voru í gangi. Vakt allan laugardaginn og svo sunnudagsmorgun klukkan 07, kom heim um 19:30 og svo var útkall klukkan 21 og var í vinnunni til miðnættis. Óþarfi að segja að ég var hálf steiktur undir lokin.

En það var ekkert sem Malt í gleri, Lion bar og Garden State á DVD gat ekki reddað. Frábær kvikmynd. Segi þetta náttúrulega bara vegna þess að ég er Zach Braff fanatík.


Svaf í þrettán tíma síðustu nótt. Sem útskýrir kannski að hluta til hvers vegna ég blogga klukkan 1:30 aðfaranótt þriðjudags.

Var bara að koma inn úr löngum göngutúr. Tók að sjálfsögðu myndavélina mína með. Skellið linsu fyrir framan grillið á mér og allt í einu sé ég allt í kringum mig í nýju ljósi. Vissu þið til dæmis að það er “Volcano Show” í einhverjum bakgarði hérna í Reykjavík?

Kom meðal annars við í Hólavallagarði. Verð að viðurkenna að það er pínu krípíí að læðast um í kirkjugarði á miðnætti. Það er bara svo flott birta seint á kvöldin þessa dagana. Hafði reyndar oftar en ekki á tilfinningunni að ég væri ekki einn á ferð og ein myndin sem ég tók ber vott um það 😉

Ég bætti við nokkrum myndum í albúmið, í Reykjavíkuralbúmið.

Farinn að horfa á Lost síðan í kvöld!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *