Ránó

Í hversdagslegum ljóskimum maímánaðar leynist ævintýraþráin. Leitin að hinu óþekkta. Hið óþekkta í mínu tilfelli er hvað ég eigi að gera við bróðurpartinn af sumarfríinu mínu.

Ekki að það sé eina óþekkta breytan í lífi mínu heldur eru takmörk fyrir hversu mikið ég skúbba hjér.

Ekki heldur að bróður minn eigi part af sumarfríinu mínu, það er bara heimskulegt íslenskt orðatiltæki. Svona svipað heimskulegt og orðið orðatiltæki. Íslenska rawks.

Píkaabúúu.

Prag verður allavegana heimsótt í haust. En það er hægt að gera fleira en það, samkvæmt Internetinu.


Í síðasta mánuði var smá samkoma hjá móðurættinni til að fagna því að afi hefði orðið 100 ára. Amma mín og afi bjuggu á eyrinni og ég tel það til forréttinda að fá að hafa alist upp að hluta til hjá þeim. Þau pössuðu mig mjög mikið sem krakka og á ég mjög sterkar minningar til þeirra.

Allavegana.

Þegar leið á veisluna var farið að rifja upp sögur af þeim skötuhjúum og eru þær sögur bæði ófáar og óborganlegar. Á eyrinni í “gamla daga” var til verslun sem gekk öllu jafnan undir heitinu Ránó. Hún var í senn verslunarmiðstöð, upplýsingamiðstöð og stjörnuhlið inn í nýja veröld.

Amma mín reykti og í eitt skiptið þegar hún bað afa að skjótast í Ránó og kaupa svona eins og tvo potta af mjólk og rúgbrauð, bað hún hann einnig um að kaupa pakka af Gold Coast.

Það þótti nú lítið mál.

Eftir að afi var búinn að týna til einhverjar nauðsynjar og kominn að kassanum bað hann afgreiðsludömuna vinsamlegast um einn pakka af Costa del Sol.

Costa del Sol á samt ekki hug minn þetta sumarið, heldur freista Róm og New York mín. Hvort önnur borgin verður heimsótt eða hvorug veit ég sennilega minnst um sjálfur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *