TTL-CT-SIR with a CMOS sensor

Dagur að kveldi komin. Eða ég held það, orðið svo fjári bjart úti að það er erfitt að átta sig á því hvort ég sé að fara í vinnuna eða koma heim.

Vorið er komið. Ekki sumarið, heldur vorið. Á ég að segja ykkur hvernig ég veit þegar vorið er komið.

Þegar hópur af fólki þvælist fyrir bílnum mínum þar sem það er úti að skokka. ÚTI AÐ SKOKKA.

Örverpi.

Í þokkabót eru sumir í skærgulum vestum, sennilega svo ég sjái þá betur til að geta keyrt markvissara yfir þá. Aðrir eru í einhverjum þröngum spandex buxum. Þú ert ekki að hlaupa svona hratt. Þú ert ekki að taka 100 metrana á innan við 10 sek. Þú kemst heim til þín í kvöldmat þó þú sért í joggingbuxum. Fábjánar.

Og er miðbærinn virkilega besti staðurinn til að skokka? Þú getur hlaupið svona 14 metra áður en þú kemur að næstu gatnamótum – stoppa á rauðum kalli, hlaupa á staðnum.

Svo hleypur þetta um í hópum. Er svona gaman að horfa á níðþröngan spandexrassinn á frænda þínum skvampast fyrir framan þig.

Skokkið í Elliðárdalnum eða Laugardalnum, eða í einu af tileinkuðu útivistarsvæðum höfuðborgarinnar.

Gangstéttarnar eru í notkun af nýbökuðum mæðrum og gamalmennum, og mér annað slagið. Fokkist af gangstéttunum mínum.


Keypti mér gismó í dag. Ég hef jafn gaman að því að skoða og kaupa mér gismó og kvenfólk hefur af því að kaupa skó.

Canon – EOS 350D. Er samt búinn að veltast um í angist hér heima í kvöld því það þarf að hlaða batteríið í 10 tíma fyrir fyrstu notkun. Alger pína að þurfa horfa á myndavélina hérna á sófaborðinu og fletta í gegnum leiðarvísinn og geta ekki gipið í og prófað.

Get ekki beðið þangað til á morgun að fara með hana í vettfangsferð!

6 thoughts on “TTL-CT-SIR with a CMOS sensor

 1. Anonymous

  Mikill snillingur ertu frændi sæll. Til hamingju með vélina, þú verður ekki svikinn!!

  Reply
 2. Anonymous

  Þakka þér. Er búinn að vera prufukeyra hana síðustu klukkustundir, þvílík argandi snilld 🙂

  Reply
 3. Anonymous

  Til hamingju með nýju ástina.

  Ég ætla að skreppa suður með háaldraðri móður minni um helgina, spurning hvort við ættum eitthvað að hittast og gamna okkur (þ.e. ég þú og myndavélin)?

  Reply
 4. Anonymous

  vert er að geta þess að ég stóð að baki síðustu athugasemd, til að fyrirbyggja allan misskilning.


  f.willy

  Reply
 5. Anonymous

  Já, við (þ.e. ég þú og myndavélin) skulum endilega gamna okkur saman um helgina.
  Það er plönuð hópreið á laugardag ef veður leyfir.

  Reply
 6. Anonymous

  Tilhamingju tilhamingju, ættir náttlega samt að kaupa þér alvöru filmuvél, þá ertu sko first svalur…. bendi þér samt á það að prófa ekki að setja níjar linsur á vélina þína firr en þú hefur efni á kaupa soleiðs, óþolandi að uppgötva nítt gismó 🙂
  kveðja, billi

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *