Eftirklippingu

Klippti mig áðan, mörgum til mikillar gleði og er ég sjálfur engin undantekning þar á.

Sagðist ætla að pósta mynd af mér svo hægt væri að bera saman tilbrigði við stef, og þó öllum sé sjálfsagt nákvæmlega sama þá er þessi síða náttúrulega mest fyrir sjálfan mig að upphefja sjálfan mig. Ehemm.

Hér er allavegana mynd sem ég tók áðan, saklausið uppmálað miðað við tussulegan rokkarann sem ég var í gær.

Nýja hairdúið viljandi ekki allt sýnt.

Ábyggilega 10% fallegri.

Ferlega erfitt og leiðingjarnt að taka svona endalaust af sjálfsmyndum, er ekki einhver sem vill sitja fyrir hjá mér. Þú þarft ekkert að fara úr fötunum frekar en þú vilt pervertinn þinn.

Jæja, best að vaska upp með uppáhalds uppþvottaburstunum mínum.

One thought on “Eftirklippingu

  1. Anonymous

    Ég hygg að þú myndir jafnvel sóma þér vel með einkennisklippinguna mín
    Stebbi

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *