Hreint bjórglas í fimmta sæti

Er til eitthvað orð yfir önd sem er andsetin annað en andsetin önd? Það hljómar á engan hátt rétt.

Ég keypti mér tvo ís-a á innan við klukkutíma á föstudaginn.


Er það merki um of mikið skemmtanahald hjá undirrituðum þegar ég finn mitt eigið bjórglas uppvaskað og uppstillt fyrir utan hurðina hjá mér á sunnudegi. Í annað af tveim skiptum sem ég fór út úr húsi á sunnudaginn – til að ná í pizzu og vidjóspólu.

Napoleon Dynamite. Shjétt hvað það er óendanlega fyndin mynd. Á vissum tímapunkti var ég ekki viss um að ég kæmi til með að lifa myndina af þar sem súrefni var hætt að berast til heilans sökum langvarandi hláturskrampa.

Þetta er ein af þeim myndum sem þú þarft að spóla tilbaka til að horfa á atriðið samstundis aftur og hlæja alveg nákvæmlega jafn mikið ef ekki meira. Kannski ágætt að það var engin að horfa á þessa mynd með mér.


Á laugardaginn fór ég í útskriftarveislu.

Já nei, ég skrifa ekki krónólógískt. Reyndu að fylgjast með fíflið þitt.

Einn punktur fyrir mig að muna. Helst ekki mæta í svona útskriftarveislur leiðandi tveggja ára gamalt barn. Ég var orðinn ábyrgur faðir og maki í augum allra gestanna á svipstundu.

Meira að segja eftir að búið var að útskýra aðstæður fékk ég að heyra að hann væri nú svolítið líkur mér.

Og ég sem var bara að hjálpa barninu upp stigann.


Ég tók þátt í minni fyrstu keppni á ljosmyndakeppni.is. Keppnin bar titilinn Partur og gekk út á það að aðalmyndefnið átti ekki að sjást allt í mynd.

Ég sendi inn mynd sem ég nefndi því dramatíska nafni Lífsblómið.

Og viti menn, ég lenti í FIMMTA SÆTI….af 37.

Og ég er alveg ÓTRÚLEGA ÁNÆGÐUR með það (Caps-Lock dagur í dag).

Næst er það liturinn grænn sem er aðalviðfangsefnið og er ég að melda með mér ákveðnar hugmyndir í því samhengi. Einhver sem er tilbúin í að klæða sig í svartan latex galla og dýfa sér ofan í uppblásna sundlaug fulla af grænu skyri?

Tek ekki þátt í íþróttamyndakeppninni þar sem ég er almennt á móti íþróttum.

One thought on “Hreint bjórglas í fimmta sæti

  1. Anonymous

    hahahahahah já hann er nú bara helvíti líkur þér. Gleymdi alveg að segja hinum “rétta” pabba frá þessu….. samt fallegt af þér að hjálpa honum upp stigann:ö-) HH

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *