Hvunndagsleikinn

Hvert skyldu landverðir fara til að komast í “burt frá þessu öllu”? Kringluna?

Hversdagsleikinn tók á móti mér í morgun eftir fríið. Þrjár yngismeyjar vel þess hæfar að pósa í Hagkaups-bæklingnum og hlaðborð af exótískum ávöxtum. Ósköp venjulegur morgun.


Átti í sérdeilis prýðilegum umræðum við kvenkyns vin minn í gær um hvað Íslendingar eru klikkaðir. Ætla ekki að fara nánar út í þær viðræður heldur hvað gerðist þegar ég kom svo heim.

Og kveikti á sjónvarpinu.

Þak yfir höfuðið. Gvöð á himnum ofan. Þáttur sem er stjórnað af nýstraujuðum gæja og núverandi Norðurlandameistara í leiðinlegri rödd. Nú er ég ekki að leita mér að íbúð, en er fólk í íbúðarleit virkilega að horfa á þetta? Svo er hægt að sjá þetta allt saman á netinu, og reikna greiðslubyrði á netinu, og skoða myndir á netinu.

Af hverju í heimilislausum andskotanum er verið að sýna þetta í sjónvarpi.

Eftir þáttinn fyrir heimilislausa bjána með enga internettengingu kemur Brúðkaupsþátturinn Já.

Já, nei takk.

Ef einhver býður mér í brúðkaupið sitt og tilkynnir að tökulið frá Skjá 1 verði á staðnum svara ég þess til að ég sé ekki nægilega fótógenískur á þessum árstíma.

Sem betur fer reddaði RÚV þessu með þátt um baráttuna um Kristjaníu sem var einkar áhugaverður. Enda RÚV besta sjónvarpsstöð í heimi.


Nú er einhver hetja að setja filmur í gluggann hjá mér til að hitastigið í básnum haldist innan velsæmismarka.

Sem þýðir að ég hef ekki lengur afsökun til að vera ber að ofan í vinnunni.

Fjandinn!

2 thoughts on “Hvunndagsleikinn

  1. Anonymous

    Hefði nú verið spennandi að fá að sjá nokkrar sjálfsmyndir á síðunni teknar með nýju græjunni af þér að pósa ber og sveittur í básnum þínum.

    Hvatinn að þessum skrifum var að Visual Studio .NET er frosið hjá mér og ég hef ekkert þarfara að gera á meðan…

    f.willy

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *