Skýjað sumarfrí

Hjér á Akureyri er ekkert veður þessa dagana. Það er ekki rok, ekki logn, ekki rigning, ekki þurrt, ekki heitt og heldur ekki kalt. Hitastigið hangir rétt undir tveggja stafa tölunni eins og það sé hrætt við að eyðileggja hitamæla bæjarbúa með að fara gráðunni ofar.

Þetta ekki-veður er afskaplega leiðinlegt til myndatöku, en hér er Nonnahús handa ykkur.

Þar sem ég er svo upptekinn við að hafa það náðugt þá hef ég engar kaldhæðnislegar athugasemdir handa ykkur.

Tjái mig bara með myndum.

3 thoughts on “Skýjað sumarfrí

 1. Anonymous

  Þú ert ekki eins skemmtilega kaldhæðinn í myndum og orðum. Kannski eitthvað sem þú ættir að leita eftir sem ljósmyndastíl. Annars má ná mikilli kaldhæðni með því einu að gefa myndum heit eða myndatextai. Þessi gæti þá heitið “Litríkar frásagnir jesúítaprests kættu mig í æsku.”
  TMG

  Reply
 2. Anonymous

  haha. Gæti samt reynst þrautinni þyngri að notast við kaldhæðni sem ljósmyndastíl…ekki nema ég nái mynd af t.d. manni á hjóli í rigningu með regnhlíf detta ofan í drullupoll!!

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *