Sumarfrí hið fyrra lokið

Hæ, hvað segi þið?

Ég hafði það gott í fríinu, takk fyrir að spyrja. Þetta frí fór alveg eins og ég ætlaði mér, sálarnærandi og afslappandi. Lærði heilmikið í ljósmyndun (held ég) og tók helling af myndum þessa daga á Norðurlandi.

Tæplega 700 til að vera nákvæmur.

Eins og til dæmis þessa:


Árskógssandur


Á fimmtudaginn síðastliðin fór ég ásamt tveim skollótum vinum mínum rúnt um Mývatnssveit. Veðrið var upp á sitt versta og við í glymrandi góðum gír.

Ekki margir sem eiga eftir að njóta sín þrír í jarðbaðvötnunum í Mývatnssveit í sumar.


Model-shoot við Goðafoss


Á laugardagskvöldið var ég ásamt tveim vinum mínum reknir úr partýi – áður en ég komst úr útiskónum. Haha. Mig minnir að við höfum verið reknir út með orðunum “ég vil ekki sjá ykkar líka hérna inni”, en það gæti verið að bjórinn sé eitthvað að ýkja þetta.

Greinilegt að tannlæknir, tölvunarfræðingur og læknir eru ekki velkomnir inn á öll heimili….magnað.

Dettur ekkert meira í hug að segja að svo stöddu.

5 thoughts on “Sumarfrí hið fyrra lokið

 1. Anonymous

  Þú getur allavega ekki sagt að þið hafið ekki verið velkominir á mínu heimili… voru það ekki bara ykkar mistök að fara? Kannski of mikið af Selfyssingum fyrir ykkar smekk?


  f.willy

  Reply
 2. Anonymous

  Greyið.

  Hló mig samt máttlausan af færslunni þinni um Helsinki. Kommentaði ég ekki á það eða gleymdi ég því.

  Hvar er ég annars?

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  Þið voruð reknir út með orðunum, ,,ég hef ekki hug á að fá ykkur hingað inn” Fínt að vita hvað sumir horfa niður á aðra (og hafa sssvvvoooooo alls ekki efni á því)

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *