Án titils

Halló aftur. Ástæða bloggleysis er tvíþætt. Í fyrsta lagi er erfitt að blogga mikið í stingandi sólskini. Í öðru lagi hefur þessi helgi verið með skemmtilegasta móti, aksjón-fylltur-pakki, og þó var ég á vakt allan tímann.

En nú róast aðeins og ég á aðeins eftir að vinna miðvikudag og fimmtudag og þá er ég kominn í smá frí í kringum verslunarmannarhelgina.

Þangað til ætlar yngri bróðir minn að dveljast hjá mér og efa ég ekki að við tveir eigum eftir að finna okkur ýmislegt til dægrastyttingar. Hjér er mynd af honum sem ég tók í porti á Akureyri fyrir skemmstu og er ein af mínum uppáhalds.

Thinking zero

Þangað til næst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *