Bremsuspelkur fyrir vandláta

Fyrir rétt rúmri viku síðan skaust ég í Kópavoginn til að sækja Farbrorinn. Á leiðinni fór mér að finnast bíllinn haga sér eitthvað undarlega.

Þegar ég staðnæmdist fyrir utan gististað Farbrorsins í Smárahverfinu ákvað ég að bregða mér út fyrir í vonlausri leit að einhverju sem ekki er eins og það á að vera. Ætlaði samt ekkert að opna húddið og þykjast vita eitthvað meira en ég geri um bíla.

Mætti þá þessari þvílíku hitastybbu (ef hiti lyktar) undan vinstra framhjólinu, þannig að lá við yfirliði þarna á bílaplaninu. Djöfull.

Settist skelkaður inn í bíl og fór að ímynda mér svona worst-case-scenarios. Bremsuklossarnir ónýtir – stál í stál – bremsuborðarnir búnir og svo framvegis.

Farbrorinn settist í framsætið og hóf máls í því hversu mikið Kópavogurinn stinkaði. Langaði mest að segja honum að bíllinn væri bilaður og hann skuldaði mér tuttuguþúsund í viðgerðarkostnað.

Keyrði á 150 km/klst út af bílastæðinu með höfuðið út um hliðarrúðuna og þefaði ákaft út í loftið. Svona eins og ég væri þjálfaður til að þefa uppi bilanir í bílum.

Keyrði svo rólega til miðborgarinnar aftur og neitaði síðan að sjálfsögðu staðfastlega seinna um kvöldið að skutla Farbror Willy aftur í Kópavoginn.

Síðan þá hefur þetta ekkert gerst en mér þykir vænt um bílinn minn og til að vera öruggur smellti ég honum á verkstæði í morgun. Verkstæði í Kópavogi já.

Sat eins og bjáni við Nýbýlaveginn klukkan 8:30 í morgun að bíða eftir strætó. Ekki að það sé hallærislegt að taka strætó, ég kann bara ekki að bíða eftir honum – veit ekki hvernig ég á að haga mér.

Um 10:00 hringdi mjóróma og kurteisi maðurinn sem tók á móti bílnum og sagði að hann væri til. Þetta er svona gæi sem er ábyggilega nýorðin afi. En það er nú önnur saga.

Og hvað var svo að bílnum.

Ekki neitt. Badabing.

Borgaði þeim hálftíma verkstæðisvinnu, sirka 2.800, fyrir að rífa draslið undan bílnum og setja svo aftur á sinn stað.

Ég sæki þig samt aldrei aftur í Kópavoginn Willy.

One thought on “Bremsuspelkur fyrir vandláta

  1. Anonymous

    Jahá!! Þá ætla ég heldur ekki að bjóða þér í afmælið mitt…

    En ég hélt í alvöru að það hefði kviknað í Kópavogsútibúi Hringráss þegar ég komst í návígi við bílinn… brutalt! En allt er gott sem endar vel (fyrir utan þennan 2.800 kall… skal bjóða þér upp á ís einhverntíman).

    f.willy

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *