Dósamatur

Sólardagur í Reykjavík mitt rassgat. Ef ég vanda mig sé ég glitta í sólina gegnum skýin en það gerir þetta ekki að einhverjum sóldegi.

Ætli sé ekkert gremjulegt að vera veðurfræðingur og spá og spekúlera af sér föðurlandið alla daga. Koma svo fram í sjónvarpi fyrir framan alþjóð og bókstaflega blaðra út í loftið.

Væri gaman að sjá veðurfræðinginn einn daginn einfaldlega segja: “Æi, ég veit ekkert hvernig veður verður á morgun. Það gæti verið sól. Það gæti verið skýjað. Fjandinn, það gæti meira segja rignt. Klæddu þig bara eftir veðri.”


Fellibylurinn Dennis átti að valda stórskaða í USA. Reyndist svo bara vera smá gustur og stabíl rigning. Eitthvað annað en á Kúbu.

Í fréttum var greint frá því að Bandaríkjamenn væru að birgja sig upp af dósamat.

Hvað eru þeir að kaupa niðursoðið í dósum.

Bleikar ORA fiskibollur?

Ég fatta ekki dósamat. Aldrei nokkurntíman kaupi ég eitthvað innilokað í dós og þó eru matarinnkaup mín í meðallagi flókin.

Veit ekki einu sinni hvort ég eigi dósaopnara. Ef ég stend fyrir framan rekka fullan af niðursoðnu góðgæti hugsa ég með mér “Hmm, á ég dósaopnara? Ah, never mind! Kaupi ferskt í staðinn.”

Ég hlýt samt einhverntíman að hafa þurft að opna dós eftir að ég byrjaði að búa, þar af leiðandi hlýt ég að eiga dósaopnara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *