Ég fann rassgatið sem rokið kemur úr

Það hafa allir heyrt talað um rokrassgat. Um helginu var ég í iðrum þess rassgats í Skagafirðinum. Bústaðurinn sem slíkur var fínn en umhverfið var gersamlega laust við, ja, allt.

Útsýnið af pallinum var einhvernvegin svona (klikkið á myndina til að fá stærri):

Reyndum að skoða eitthvað merkilegt í Skagafirði og duttum niður á Glaumbæ – rafting var ekki í boði í þetta skiptið. Glaumbær er, tja, skítsæmilegt að skoða. Tímdum samt ekki að borga okkur inn á safnið.

Hefilbekkur, eða eitthvað:

Við skemmtum okkur samt konunglega enda ekki annað hægt þegar pottur, grill, bjór og skemmtilegt fólk kemur saman.

Annars náði ég mér í þvílíka kvefið og neyddist til að fara frá vinnu í gær og hef verið hálf eymingjalegur síðan. Það getur ekkert gott komið frá Skagafirði.

Djöfull sem ég er hress.

5 thoughts on “Ég fann rassgatið sem rokið kemur úr

 1. Anonymous

  Flott myndin af dósinni. Ég er samt að missa trúna á að hafa myndefnið fyrir miðju. Held að myndin hefði verið flottari ef dósin hefði verið hægra meginn á henni.

  Og svo auðvitað USM og smá DOTF. Kanski smá NBA og CBS líka.

  Reply
 2. Anonymous

  Ert þú að missa trúna á að hafa myndefnið fyrir miðju já. Má ég benda á þriðjungaregluna (e. Rule of thirds) sem er undirstaðan í allri myndbyggingu og ég þverbrýt með þessari mynd 😉 Það er reyndar meira svona þumalputtaregla og alls ekkert algilt fyrir allar ljósmyndir. Mæli með Google ef þú veist ekki hvað ég er að tala um.

  Notaði USM og Curves til að fá bláman í vatnið. Er NBA og CBS eitthvað sem er komið í CS1 😛

  Persónulega er ég hrifnari af hefilbekknum…

  /robbik

  Reply
 3. Anonymous

  Jó man gó ísí on ðe förkortningar… Er ekki hætta á því ef það eru notaðir of miklir af einhverjum fótósjoppeffektum að viðkomandi mynd hætti að föreställa verkligheten og umturnist í bara eitthvað glans-plat?


  f.willy

  Reply
 4. Anonymous

  Ja, nei nei. Ljósmynd hættir ekkert að vera ljósmynd þó unnið sé með hana í Photoshop (PS). Þetta er í raun bara stafræn framköllun. Það eru stanslausar umræður um þetta á flestum digital ljósmyndavefum.

  Málið er að ég er ekkert að nota neina effekta í PS. Það sem ég geri er að vinna með s.k. adjustment layers til að fá fram myndina sem ég vil. Þetta felst í rauninni í því að vinna með litina í myndinna, annaðhvort skerpa suma og draga þá athyglina þangað, nú eða deyfa liti. Þetta gefur myndinni meiri dýpt. Stundum klónar ég burt truflandi bletti, þ.e. eitthvað sem dregur athyglina frá viðfangsefninu.

  Þannig að þetta er það eðlilegasta í heimi og eitthvað sem allir ljósmyndarar gera. Raunveruleikinn er bara stundum of leiðinlegur og því þarf maður að boosta myndirnar aðeins í PS.

  Þegar ég sé mynd sé ég strax hvað ég vil gera við hana, tekur mig yfirleitt svona 2 – 3 mín að vinna þær í PS og þær verða mun skemmtilegri fyrir vikið. Oftast eru þetta sömu aðgerðirnar.

  Þannig lít ég á þetta!

  /robbik

  Reply
 5. Anonymous

  Ég þakka greinargott svar!

  Held að það megi nú samt ofgera í þessu eins og öðru, þó mér finnist þú alls ekki vera að gera það. Mér finnst t.d. þessi mynd af bjórdollunni afskaplega flott, og alls ekki eitthvað áberandi fótósjoppuð. Kíp öpp ðe gúdd wörk!!

  f.willy

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *