Jobba hela tiden

Oh my gawd!. Ég er búinn að vinna eins og vitleysingur alla vikuna. Þ.e. ég mæti á morgnana og haga mér eins og fábjáni í rúma átta tíma, fer svo heim í kvöldmat og síðan hafa verið einhverjar reddingar eftir mat.

Af þessum sökum og þeirri staðreynd að ég get lítið sem ekkert bloggað um vinnuna verður þessi færsla væntanlega í þynnri kantinum.

Sem betur fer á ég bara eftir að klára nokkur atriði hérna áður en ég bruna af stað úr þessari skítaveðurs-borg. Bústaður alla helgina takk fyrir pent.

Pakkið á neðstu hæðinni hjá mér í Moonstreet er væntanlega búið að kaupa sér SingStar. Vonandi eru þau bara með það í láni yfir helgina því ef ég gengi almennt með vopn á mér er aldrei að vita til hvaða bragðs ég myndi taka.

Heyri svosum ekkert voðalega mikið inni í íbúðinni hjá mér en þar fyrir utan er lifandi víti. Kom heim í gær og fór beint í þvottahúsið sem var eins og að stíga inn á tælenskan karókí bar klukkan 04 aðfaranótt miðvikudags (fyrir þá sem þekkja til þá er bókstafleg meining í þessari setningu ;).

I cant live
If living is without you
I can’t liiiiiiveeeee
I can’t give aaanyyymOOOREE

Helvíts. Þoli ekki Mariu Carey.

Stíg út úr þvottahúsinu og kem svo inná stigaganginn.

But I guess that’s just the way this story góós,
You always smile
But in you eyes your sorrow shoooooows
Yes it shOOOOOWs

Var að spá í að henda frá mér þvottinu, brjóta upp hurðina og slæda inn stofugólfið jóðlandi . . .

Yodel-ei-yodel-e-yodel-e-yoo-who-who Yodel-e-yodel-e-yodeloo . . . á meðan ég tæki hinn klassíska dans “hlaupið á staðnum” og sveiflaði höndunum í loftinu eins og mér væri hreinlega alveg sama.

Það ætti að kenna þessu liði alvöru tónlist.

Jebb, nokkrir tímar í grill, öl, spil, heitan pott og óalmennan fíflaskap.

Góða helgi.

One thought on “Jobba hela tiden

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *