Ródtripp

Mamma benti mér á að notast við barnaolíu um daginn. Gamalt húsráð. Ólivíuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur barnaolían?

Annars er mamma farin að lesa þessu síðu reglulega og lætur mig stundum vita þegar henni finnst ég fara yfir strikið. Verð bara að segja hvað mamma mín er töff.

Hæ mamma.


Þið vitið hvernig fólk er aldrei meira fyrir ykkur en akkúrat þegar maður er að flýta sér. Þurfti að koma við í 11-11 í gær, svo ég gæti borðað eitthvað annað en gamalt brauð mýkt upp með vatni og síðan stappað með gaffli, ásamt meðlæti.

Fáir í búðinni önnur en gömul kona á undan mér á kassanum. Hún var mjög smágerð og með svartan hatt. Í raun var ég nokkuð hissa að afgreiðsludaman skildi ekki bara vippa henni upp og renna í gegnum leiserinn eins og hverja aðra matvöru. *bíbb*

Ef ég færi að útskýra allt sem fram fór við að afgreiða blessaða konuna þá þyrfti meira en 600 orð. Enginn nennir að lesa það.

Í stuttu máli: “Borga með þúsund kalli, taktu restina á kortið. Á ég þessa kvittun. Kostar þetta virkilega tvöhundruðogeitthvað krónur. Gleymdi að biðja um poka. Þarf ég að borga fyrir pokann. Bíddu aðeins meðan ég finn aftur vasann í veskinu mínu þar sem ég geymi kortið mitt.”

Af hverju er gamalt fólk aldrei að flýta sér? Á gamalt fólk engin óuppgerð mál sem það vildi gjarnan ganga frá áður en það drepst.

Nú á eftir verður lagt af stað í alvarlega skemmtilegt ródtripp.

Fjórar manneskjur. Ein ókunn. Einn bíll. 16 buxnavasar og helmingurinn ofan í tösku.

Hver verður kosinn út fyrst.

Fylgstu með raunveruleikabloggi fjórmenninga á faraldsfæti.

2 thoughts on “Ródtripp

 1. Anonymous

  Mér sýnist á öllu að þú hafir verið sá sem var kosinn út síðastur, allavega varst þú einn eftir þegar ég fann þig niðrí bæ á laugardagskvöldið… og verðlaunin voru ekki af verri endanum, tækifæri til að sjá á mér hnjén!! Jíhaa…


  f.willy

  Reply
 2. Anonymous

  Já, ég vann. Tvisvar.

  Verð nú bara að segja að sjaldan hafa hnjén á þér litið svona vel út, eins oft og ég hef séð þau.

  /robbik

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *