Þarf ekki innskeifan dverg frá Póllandi

Halló aftur. Búinn að vera í fríi frá síðustu færslu, næstum því, mætti í vinnu í gær en það var bara svo mikið að gera. Er í raun fyrst að meika smá pásu núna til að blogga, svona áður en fólk missir tökin á lífinu því það fær ekki robbik skammtinn sinn.

Booo-tsja.

Ég er voða glaður.

Blogga bara ekki meðan ég er í fríi.


Stundum þegar ég er að keyra tek ég engan vegin nógu vel eftir því sem er að gerast í kringum mig og ég tek sérstaklega ekki eftir ófrísku konunni með tvíburabarnavagninn sem er í þann mund að fara yfir götuna. Skil ekki því í ósköpunum bíllinn minn vælir þegar bensínið er að verða búið.Ég sé alveg þetta argandi appelsínugula ljós sem byrjar að lýsa í mælaborðinu hjá mér. Halda daz Germans að ég líti ekkert í mælaborðið. Gáfulegt að vera keyra í rólegheitum þegar bíllinn ýlfrar allt í einu og ég keyri næstum aftan á bílinn fyrir aftan mig. Ábyggilega sama hljóð og þegar “Tjékkaðu fokking olíuna þína” ljósið blikkar.

Geschwindigkeitsbeschränkung.

Og af hverju í afturvirkum dauðanum er hliðarspegilinn farþegamegin minni en bílstjóramegin?

Elska samt bílinn minn.


Fór á djammið um helgina. Ég verð nú að fá að kíkja út annað slagið. My gawd.Hitti nokkra lækna frá Miami og þvæĺdist með tveim þeirra um bæinn. Nokkurs konar Icelandic gigolo nema hvað þeir eru karlmenn líka. Voða fínt, þeir splæstu á barinn og komu okkur fram fyrir í röð inn á staði.

Ákvað að nýta tækifærið og sagði þeim að þeir þyrftu ekkert að bíða í röð. Samt þoli ég illa fólk sem fer framfyrir í röðum, nema ég sé náttúrulega með þeim.

Plottið var samt að þeir væru einhverjir kick-ass læknar frá Miami á ráðstefnu hér í Reykjavík. Síðan þótti það ekki nógu flott og ég sagði þeim að segjast vera Hollywood producers. Svona gekk þetta um stund og alltaf varð planið æsilegra og ítarlegra.

Svo komum við að dyraverðinum og annar þeirra segir: “Hi, I’m from Miami”.

Allt og sumt. Endilega komið inn. Bjána-raðir og bjána-dyraverðir.


Oh, gleymdi að horfa á Lost í gær!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *