bun-J bani

bun-J er band sem sumir nota til að hengja farsímann utan um hálsinn á sér. Sjálfur geymi ég yfirleitt farsímann í vasanum og nota bun-J fyrir lyklana mína.

Það er hægt að vera lifandi og getulaus en það er ekki hægt að vera dauður og frjór.

Ekki að ég sé ófrjór að mér vitandi, en ég dreg það stórlega í efa að það fari vel með sundmennina mína að grilla þá í magnetískum bylgjum hverskonar.

Ástæðan fyrir þessu farsímablaðri er hversu þakklátur ég er fyrir smáskilaboðin, EssEmmEss. Á hátíðardegi líkt og 17. ágúst, sem verður lögboðinn frídagur innan fárra ára, losna ég við allt dylgjutal og þykjustuskap. Nú fæ ég afmælisóskir í SMS, ekkert mál og allir sáttir.


Hélt heljarins kaffiboð í gærkveldi. Ef ég væri kona mynda ég sjálfsagt halda endalaust mikið af kaffiboðum. Töfraði fram tvær dýrindistertur, uppskriftin er smá skvetta af bensíni og ein kreditkortafærsla í næsta bakaríi.Það eru til bakarar sem sérhæfa sig í að baka. Af hverju í yfirfreðnum fjandanum á ég að standa í því sjálfur. Ekki eru bakarar mikið að forrita heima hjá sér.

Aðal húllumhæjið og mombojombóið verður samt um helgina því þá mun ég hrista ýmislegt fram úr buxnaskálminni mér og öðrum til skemmtunar.

Þetta mun allt eiga sér stað á Norðurlandi en þangað ætla ég að keyra seinnipartinn í dag ásamt tveggja ára gömlum vini mínum.

Það á mjög sennilega eftir að vera fróðleg ferð!

3 thoughts on “bun-J bani

 1. Anonymous

  Undirbúningur stendur nú sem hæst á leikskólum Stöðumælalausa Bæjarins við Eyjafjörð (soon to be). Heimildir eru fyrir að hvorki meira né minna en 168 A4 blöð hafi verið heftuð við litlar spýtur og vaxlituð í fánalitunum, rauða krossinn vantar þó í 12 þeirra þar sem 3ja ára drengur á Holtakoti át alla rauðu vaxlitina.

  Komu þinni og þessum merku tímamótum gærdagsins verður fagnað með skrúðgöngum og lúðrasveitum. (Grill og bjór líka, takktakk)

  -sigrey

 2. Anonymous

  ég er 100% sammála þessu með að treysta fólki sem hefur sérhæft sig í hinum ýmsu verkefnum samfélagsins að sinna sínum störfum- þannig myndi mér til dæmis aldrei detta í hug að dæla bensín á bíl, meðan við höfum þjálfað fólk til þess sérstaklega. ég er boðin í afmælið þitt. ekki af þér. en mér er sama.
  Áslaug

Comments are closed.