Geturu lánað mér milljón

Svooo, bankinn hringdi í mig um daginn. Ég er mjög leiðinlegur viðskiptavinur í þeim skilningi að ég borga reikningana mína á tíma og er ekki með svimandi háa yfirdráttarheimild.

Þannig að bankinn hringdi í von um að finna leiðir til að fá mig til að eyða meiri pening en ég á. “Til að fá mig til að” er ekki mjög fallega orðað. Skrifa þú þetta fábjáni.

Í stuttu máli komst einhver þjónustufulltrúi að því að ég get varla verið námsmaður lengur með allar þessar milljónir fljótandi um reikninginn minn um hver mánaðarmót.

Allt í lagi. Ég samþykki það að kannski er betra að skipta um kerfi innan bankans sem gefur mér möguleika á að eyða umtalsverðu fjármagni áður en nokkur lifandi vera skiptir sér af. Og ég sem ætla að kaupa mér fartölvu, hverjar eru líkurnar á því að þetta tengist.

10.000 ferðapunktar beint í vasann og loforð um töluverð fríðindi og freistingar. Kemur sér ágætlega þar sem ég mun mjög líklega skreppa eitthvað til útlanda á næstunni. Ehemm.

EN. Í þessari sömu heimsókn til bankans, þar sem fjármál mínu fengu verðskuldaða naflaskoðun, fékk ég stöðumælasekt. Kaldhæðni! En það var nú ekki ástæðan fyrir þessu hástafa-en.

Lét þau reikna út fyrir mig hvernig það kæmi út að endurfjármagna lánin á íbúðinni minni hjá þeim. Hef sjaldan grætt svona mikinn pening á svo stuttum tíma því samkvæmt þeim græði ég rúmar seytján milljónir á því að endurfjármagna.

SEYTJÁN FOKKING KÚLUR.

Í þokkabót styttist lánstíminn í tuttuguogfemm ár. Sumir leigubílstjórar hafa unnið lengur en það.

Nú er því stóra spurningin hvort ég sé nokkuð að beygja mig vel fram og afhenda þeim vel sleipa bakraufina á silfurfati til að hjakkast í, eða hvort þetta borgi sig fyrir mig. Hvað eru sautján milljónir til eða frá…

4 thoughts on “Geturu lánað mér milljón

 1. Anonymous

  Sautján milljónir? neinei þú þarft ekkert að vera að endurfjármagna, wait just a sec. while I pull them out of my ass….

  Uhumm.. ái!

  gjörsvovel.

  -sigrey

  Reply
 2. Anonymous

  MUNA: Borga stöðumælasekt.

  MUNA2: SigRey er enn ógeðslegur (í góðri merkingu orðsins).

  Reply
 3. Anonymous

  OK sautján milljónir hljóma vel EN ertu búinn að taka með í reikninginn stöðumælasektina. Það væri nú verra ef gróðinn er bara 16.999.500,-
  Annrs er það mín reynsluhokna skoðun að því minna sem maður hugsar um peninga þeim mun hamingjusamari er maður. Það er ágætis leið að koma sér innundir hjá þjónustufulltrúanum ( til dæmis með því að sjá um garðinn hjá honum) og vera þannig í aðstöðu til að hóta eignatjóni ef eitthvað klikkar.
  Stebbi Gunn

  Reply
 4. Anonymous

  Ég skal taka við þessum milljónum ef þú ert í vanda. Ég virðist eiga gríðalega auðvelt með að eyða peningum.

  Kv maia

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *