Stingdu stáltromlunni bara hér takk

Þvottavélin mín hefur áður komið til umræðu hér. Vegna þrýstings frá móður minni og annarra gáfaðra kvenmanna ákvað ég að kaupa mér nýja þvottavél í dag.

Þannig að ég fór í Elko. Þar fann ég þúsund snúninga Ariston ruðningsmaskínu sem mun skila þvottinum mínum svo tandurhreinum og ilmandi að fuglasöngur mun fylgja mér við hvert fótspor. Auk þess er ísskápurinn minn Ariston og ég er allur fylgjandi samstæðum.

Vélin kostar 39.900 íslenskar krónur og eins gott að ég hafði foreldrana með mér því annars hefði ég keypti rándýra þvottavél sem er líka þurrkari og “total babe magnet”.

EN.

Þegar kom að því að borga átti nú aldeilis að þvinga Elko-höndinni dýpra í seðlaveskið mitt og böttfucka mér rækilega í leiðinni.

ELKO: “Viltu láta senda þér hana heim?”

ÉG: “Hvað kostar það?”

ELKO: “2000”

ÉG: “Nei”

ELKO: “Viltu 100% tryggingu?”

ÉG: “Afsakið HA?”

ELKO: “Já sko, sama hvað kemur fyrir hana þá færðu nýja þvottavél. Þetta þekkist erlendis en við erum sko nýfarin að taka þetta upp hér. Sko.”

ÉG: “Er ekki tveggja ára ábyrgð?”

ELKO: “Jú en sko það gildir bara fyrir framleiðslugalla sko. Þrjú ár 4.450, fimm ár 6.450 og sjö ár 7.450”

ÉG: “Huh?!?”

ELKO: “80% þeirra sem taka þessa tryggingu nota hana”

ÉG: “OK. Þannig að það eru 80% líkur á því að þessi þvottavél bili??”

ELKO: “Ha nei sko ég sko. Meina sko. Það ekki. Sko.”

Ég fæddist ekki í gær.

ÉG: “Sko. Þið eru nýbyrjuð með þessar trygginar og þú segir mér að 80% þeirra sem taka hana þurfi á henni að halda. Það er ábyrgð á vélinni og ég er með heimilistryggingu. Seldu mér bara vélina á því verði sem er sett á hana vænan. Ég passa mig á því að setja ekki brjóstahaldarana mína eða kött nágrannans í vélina.”

Veit ekki hvaðan Elko hefur þessi 80% en mig grunar að sé vegna þess að 80% fólks er fífl.

Pottþétt á ég eftir að gleyma tappatogara í smekkbuxunum mínum einn daginn og eyða fleiri þúsund í varahluti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *