Týndur og tröllum gefin

Lífið er undarlegt. Ef ykkur finnst það ekki verð ég að biðja ykkur um að standa upp og draga djúpt að ykkur andann með hendur útréttar í láréttri stöðu. Ef ekkert gerist við það, engin hvað-í-fjandanum hugljómun, er alltaf hægt að reita af sér hárið, kúka á borðið og hoppa út um gluggann. Gerist ekki mikið undarlegra en það.

Það hefur svo ótrúlega margt gerst síðan ég bloggaði síðast að ég er að hugsa um að nefna ekki neitt af því. Nema þá kannski að við rokkum sem útileguspekúlantar og ég hélt magnaðast matarboð í gervallri veröldinni um síðustu helgi. Trompaði svo síðar um kvöldið.

Stundum væri ég til að í að blogga nafnlaust einhversstaðar.

Svaðilsögur af mér og vinum mínum, fjölskylduna, vinnuna og öllu því sem ber að nefna. Stundum dettur mér, þó ég segi sjálfur frá, snilldarsetningar og málsgreinar í hug um þessi málefni en vil ekki jinxa þessu hér.

Það var þó eitthvað sem ég ætlaði að tala um þegar ég byrjaði þessa færslu.

Núna er ég löngu búinn að gleyma því.


Get sýnt 2 myndir í staðinn. Allir vita, þá meina ég allir, að ég kann ekkert að spila golf. Samt er ég helvíti góður með prik í höndunum.Í hálf glataðri tilraun til að sýna getuleysi mitt í golfi (eins og myndin sýni það ekki fullvel sjálf óunnin) þá er þetta mín túlkun:

[Mynd vantar]

Svolítið eins og draumur.

Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgina þegar heilbrigðisfulltrúarnir í vinahópnum vildu ólmir fara í golf á Þverá.

Þverá Golf Course

Þverá.

Jæja, er að hugsa um að rölta út á leigu og reyna finna mér einhverja skemmtilega ræmu.

Þangað til síðar.

6 thoughts on “Týndur og tröllum gefin

 1. Anonymous

  Jói Krói: Mér sýnist þú EKKI vera að fara að hitta þessu kúlu. Ómar Halldórs yrði ekki ánægður með þetta.

  Reply
 2. Anonymous

  Jú, ég smellhitti hana, á meira segja myndir því til sönnunar. Hef minn eigin einnota golf stíl.

  Reply
 3. Anonymous

  Hadda: Svo segir fólk að ég bloggi óskiljanleg blogg. Nei er það nokkuð? Farin til London. Kyssi einhvern í Camden fyrir þig.

  Reply
 4. Anonymous

  Treysti því að þú kaupir bol handa mér í Camden sem toppar “My other ride is your sister” bolinn minn 🙂

  101 bolurinn er fínn takk, hommalega þröngur, en fínn. Var í honum um daginn meðan ég var að borða skyrdesert frá ostahúsinu.

  Sver það.

  Reply
 5. Anonymous

  Flott mynd af Þverá. Þú þarft samt að passa þig á því að verða ekki latari bloggari en ég. Stebbi Gunn

  Reply
 6. Anonymous

  Takk. Hafa komið dauð bloggtímabil í sumar sem er svosum alveg eðlilegt. Færist vonandi fjör í þetta með haustinu 😉

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *