Eru lághæla skór flatbotna?

Er robbik.net að deyja út, hvernig er það eiginlega?! Ég sem ætlaði að blogga á hverjum virkum degi frá 11. september. Í ár.

Veit ekki alveg. Hef varla frá svo mörgu að segja. Eða hvað.

Ég og Maggi frændi höfum tekið eftir því, þegar við höfum verið að lesa Fréttablaðið á hinum ýmsustu matsölustöðum borgarinnar, ýtarlega umfjöllun blaðsins á brúðkaupi Jordan og Peter Andre.

Hver í fjandanum er Peter Andre. Hvað hefur Peter Andre gert fyrir þig.

Í mánudagsblaðinu kom lítil klausa um að það yrðu Motown-lög í veislunni og Jordan myndi ganga inn gólfið í Highclere kastala meðan Whitney Houston syngur lagið I have nothing.

Þetta er náttúrulega bara það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi. Sem sérlegir Houston aðdáendur, Maggi þó meira sem á öll lögin hennar, finnst okkur kannski verið að gera full lítið úr söngkonunni með að láta hana væla I have nothing yfir veislugesti Jórdans og Péturs.


Prófaði að keyra nýju gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar.

Geri það ekki aftur í bráð.

Þvílík dauðagildra.

Þetta er eins og að keyra upp í opið ginið á sjálfum dauðanum. Það eru svona 13 fráreinar, 16 aðreinar, engin afrein og engin götuljós. Það er nefninlega svo mikið að gera hjá götuljósagæjum Reykjavíkur.

Þarna er ég bara að keyra sallarólegur á 98 Km/Klst og allt í einu er ég kominn inn í mexíkóska bílakaós.

En þetta opnaði á réttum tíma. Skiptir greinilega engu máli þó rúta full af skólakrökkum klessi beint framan á smekkfullan sjúkrabíl af öldruðu fólki á leið í geymslu í útjaðri samfélagsins. Ofan á það allt saman myndu svo fólksbílar stressaðra borgarbúa hrannast upp, líkamspartar fljúgandi í allar áttir og fólk organdi.

Þá stígur borgarstjóri fram og segir “Þetta opnaði allavegana á réttum tíma. Hafi þið ekki heyrt um hægri réttinn asnarnir ykkar!”.

2 thoughts on “Eru lághæla skór flatbotna?

 1. Anonymous

  En Jordan hefur gert svo mikið fyrir mannkynið eða? humm. reyndi samt að
  finna einhverja spennandi tónleika fyrir þig/ykkur/okkur (með aðstoð kobba
  kúl) gekk eitthvað illa (the magic numbers eru reyndar að spila í Loppen á
  laugardagskvöldið en það gengur líklegast ekki). Þú getur tékkað á til dæmis
  loppen.dk stengade30.dk billetlugen.dk eða vega.dk hvort þú sérð
  eitthvað sem þér líst á…. see ya.. áslaug

  Reply
 2. Anonymous

  Jebb, er búinn að tjékka svolítið á þessum siðum og fundið eitthvað af tónleikum en enga þegar ég verð þarna. Til dæmis Nick Cave um þarnæstu helgi…meeeenn

  Þarf að plana þetta betur næst út frá tónleikalega séðu sjónarmiði!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *