Bissí bissí bissí

Ó mæ god hvað síðasta vika var þettpökkuð og skemmtileg. Gafst ekki einu sinni nokkrar mínútur til að blogga.

Í þar síðustu viku var mér boðið að vera með í hljómsveit. Það hefur blundað í mér lengi að byrja spila aftur og því var þetta gullið tækifæri sem ég stökk strax á.

Málið var bara að hljómsveitin átti að halda tvenna tónleika í næstu viku, þ.e. í síðustu viku.

Þannig að síðasta vika hjá mér fór í að vinna á daginn og æfa á kvöldin og fram á miðjar nætur.

Eftir tvær æfingar slóum við til og spiluðum á styrktartónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldið.

Á fimmtudagskvöldið vorum við svo að spila á Stúdentakjallaranum. Þeir tókust vel, miðað við fyrsta gigg og tvo nýja hljómsveitarmeðlimi.

Hljómsveitin heitir BloodGroup, http://www.bloodgroupmusic.com. Endilega kíkið á síðuna, þar eru meira að segja nokkur tóndæmi því tæknin í dag er hreint út sagt ótrúleg.


Ekki fyndnasta færsla í bloggheiminum í dag. Ég veit. En svona er lífið. Venstu því.

2 thoughts on “Bissí bissí bissí

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *