In the small town of Akureyri

Svo ég var á Akureyri um síðustu helgi. Var líka á Akureyri síðastliðin þriðjudag en það var bara í um 20 klukkustundir.

Það er eitthvað undarlegt um að ske á Akureyri.

Líkt og menningarstuðullinn hafi hrapað lógariþmískt undanfarin ár. Man ekki eftir þessu líkt og ástandið var um síðustu helgi.

Kannski eru þetta einhverjar magnetískar bylgjur sem valda þessu. Kannski er það kjúklingurinn. Kannski er það sú staðreynd að aldrei hefur rignt eins mikið í september og nú síðast, eða mörg ár eru síðan snjó festi svona snemma í bænum.
Allavegana kaldhæðni að starsfmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli þurfa að moka sig gegnum snjó til að koma upp nýju snjógerðarvélinni sinni.

Á föstudagskvöldið skruppum við aðeins í Sjallann þar sem HA hafði stundað skipulagaðan skemmtidag af kappi allan daginn (það var frítt inn). Sjallanum var lokað klukkan 03.00 vegna slagsmála. Aldrei áður í sögu skemmtistaðarins hefur honum verið lokað vegna tveggja aðila sem kunna bara að tala saman með hnefunum.

Á laugardagskvöldið sátum við á Kaffi Akureyri þar sem var óskipulögð Októberfest. Kaffi Ak var lokað um svipað leyti, ekki vegna slagsmála heldur vorum við einungis FIMM INNI á skemmtistaðnum.
Og stór bjór á 300 krónur.

Fyrir utan allt þetta þá skemmti ég mér aðallega með vinum mínum sem búa hérna í Reykjavík. Ekki segja mér að ég sé kominn með einhvern höfuðborgarhroka því ég á bara eftir að spegla það.

Í gvöðanna bænum athugið ykkar gang Akureyringar!

One thought on “In the small town of Akureyri

  1. Anonymous

    Ætli skemmtanalífið á Akureyri hafi ekki hrunið til grunna þar sem ég var staddur í Reykjavík? Ðen agein meibí nott. Við þurfum að skipuleggja okkur betur næst, dugar ekki að fara svona á mis.


    f.willy

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *