robbik staðreyndir

Hjér eru nokkrar staðreyndir um mig, kann ekkert reglurnar í þessum klukkuleik, veit ekki hvort þetta eru of margar eða of fáar, of stuttar eða of langar staðreyndir (þetta var skrifað 23. ágúst sl).

Þegar ég var yngri fékk ég mér stundum brauð með hnetusmjöri (með súkkulaðikeimnum, ekki ljósbrúna ungbarnaúrganginn) og væna slettu af rjóma ofan á. Þessu var skolað niður með þykkri Nesquik-blöndu.

Ég hef aldrei komið til Vestfjarða.

Ég hef farið í sturtu án þess að muna eftir því. Var ekki einu sinni einn.

Ég er með háskólagráðu. Svona ef þið eru í vafa.

Stundum nenni ég ekki að tala. Hef alveg eitthvað að segja en finnst það ekki þess virði að reyna of mikið á mig.

Mig skortir eftirtekt. Litaðu hárið á þér fjólublátt og safnaðu skotti, ég myndi spyrja hvort þú hafir nokkuð séð bókasafnsskírteinið mitt.

Ég á ekki bókasafnsskírteini.

Gamalt fólk að éta ís í brauði er með því ógeðfelldra sem ég veit.

Ég hef týnt hundi og kanínum, átt tvo páfagauka sem báðir voru geðveikir en samt á sitt hvorn háttinn.

Í fyrsta skiptið sem ég fór til útlanda ferðaðist ég einn. Um 10 ára gamall í skærum neon fötum sem mamma saumaði. Veit ekki hvað hún var að spá; “Hey, sjáið mig….sætur krakki að ferðast einn. Hvert á ég að fara?”

Það tók mig 2 og 1/2 ár að uppgötva að ég gæti hallað skrifborðsstólnum í vinnunni. Hann lítur út eins og allir aðrir skrifborðsstólar í þessum verðflokki.

Ég er nýlega farinn að geta borðað rækjur.

8 thoughts on “robbik staðreyndir

 1. Anonymous

  Gamalt fólk að stunda kynlíf er enn ógeðfeldara… sem betur fer sér maður það ekki eins oft útá götu og þegar það er að borða ís í brauði.

  -sigrey

  Reply
 2. Anonymous

  strákar!!!!!eru þið ss að meina að ég geti bara gleymt sex orgiunni þegar við erum 60 ára stúdentar????????þið eruð naumast vinirnir:)Begga

  Reply
 3. Anonymous

  Hér gætir einhvers misskilnings. Var ekki alltaf upphaflega planið ég, begga og allý í threesome á 60 ára stúendaafmælinu 🙂 Sýnist sigrey vera búinn að afsala sér réttinum að vera með.

  Gamalt fólk að stunda kynlíf hlýtur að vera í lagi ef maður er gamall sjálfur.

  Ef sigrey krefst þess að vera með erum við í vanda stödd því ég neita að taka þátt í orgíu nema fjöldi þáttakenda sé oddatala og þá kvenmenn a.m.k. einni fleirri. Það eykur líkurnar á smá lesbó-aksjón og þá er alltaf ein sem þarf að finna sér eitthvað að gera.

  Ég set líka spurningamerki við ísinn, á meðan. Vonandi verður hrylli mín við gamalt fólk að borða ís horfinn á þessum tíma, en ég er hræddur um að matarleifar gætu sest að í hinum ýmsustu rifum og fellingum og byrjað að súrna. Við verðum ekki eins slétt og falleg og við erum nú.

  /robbik

  Reply
 4. Anonymous

  OK ég held að þetta sé rétt hjá þér Robbik, þetta er í lagi ef maður er persónulega þátttakandi. Ekki ólíkt ‘smell the fart’ dæminu, ef þú átt sjálfur lyktina þá er þetta hið besta mál.

  Ég var ekkert að útiloka neitt að þessu kommenti, þvert á móti er ég æstur í að vera með og skal útvega oddagellu ef ég verð ekki búinn að fara i aðgerðina sjálfur.

  -sigrey

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *