Um ljósamynstur fótótóna – og annað

Opið bréf til lesenda robbik.net.

Voru þið nokkuð búin að gleyma mér. Nei. Eins gott. Ég var ekki búinn að gleyma ykkur. Aldrei.

Ég er sumsé lifandi.

Eða ég held það. Kannski er ég fyrsti dauði maðurinn til að blogga. Kannski er mig að dreyma að ég sé að skrifa þetta. Kannski er þig að dreyma að þú sért að lesa þetta.

VAKNA.


Skrapp á þvottahúsið hans Frikka Weis sem einnig er ölstofa, nokkurskonar þvölstofa, um daginn. Gasalega lekkert. Prýðis veggfóður.Tvær mannlífsmyndir, fleiri droppa mögulega inn á næstunni.


Horfði á kvikmyndina Crash um síðustu helgi. Gerði margt annað samt, ekki eins og þetta sé lengsta kvikmynd mannkynssögunnar. Vá hvað það er góð og mikil ræma. Áhrifamikil. Var alveg við það að tárast yfir einu atriðinu og var næstum búinn að grípa í hendina á Magga. Gerði það samt ekki. Engin ástæða fyrir okkur að leiðast þó við séum ekki að láta okkur leiðast.Fór svo í bíó um daginn á Nightwatch, rússneska hrollvekju. Hentar vel þar sem ég er orðinn regulegur viðskiptavinur á rússneskum skyndibitastað hér í bæ. Snilldarmynd. Kannski eilítið súr fyrir suma en er sniðin að mínum smekk.


Allý, ég sá klukkið þitt. Gaman að því að ég var búinn að skrifa færslu fyrir nokkru síðan með nokkrum staðreyndum um mig sem ég átti eftir að birta (já ég skrifa stundum færslur sem ég birt ekki eða ekki strax!) Birti það í annarri færslu næst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *