Þeir eyðilögðu sólina

Ég skrapp til Akureyrar um helgina. Það var mjög fínt.

Að venju kíkti ég aðeins á næturlífið, svona til að taka stöðutjékk á því. Trabant voru að spila á laugardagskvöldinu, þeir eru alveg hreint frábærir á sviði.

Fór líka á Kaffi Akureyri. Þar var fólk ólíkt því sem var síðast þegar ég fór. Þeir voru reyndar að opna eftir breytingar. Höfðu málað og sett upp nýjar gardínur. Tilefni til að skála fyrir því sjálfsagt. Gott ef það var ekki búið að breyta klósettinu líka.

Hvað meira get ég talað um svona snemma dags.

Jú, hey, teletubbies.

Skilst að einhver sálfræðingur hafi komist að því eftir nokkurra klukkustunda rannsóknir að þessi samsetning lita og tónlistar hafi einhver góð áhrif á börn. Þessar fígúrur tákna víst mismunandi menningarheima og hafa flestir fullorðnir sína skoðun á því fyrir hvað þær standa.

Það sem fríkar mig út er barnið í sólinni.

Sjétt hvað þetta er skerí.

Það hangir yfir telebubbí-unum og stundar sennilega skipulagðan heilaþvott. Af hverju er risastórt barnshöfuð í sólinni? Hvar er restin af því?

Ég hef viðrað þessa skoðun við jafnaldra mína sem eru foreldrar. Þeim finnst þetta sætt.

Fyrir mér er fátt sem hræðir mig jafn mikið og þetta….barn.

Þegar ég verð stór strákur og eignast vonandi barn sjálfur á ég eftir að draga sængina fyrir andlitið á mér í hvert skipti sem þetta…búklausa sólarbarn…birtast á skjánum.

5 thoughts on “Þeir eyðilögðu sólina

 1. Allý

  RÓBERT!!!!!! Barnið er yfirnáttúrulega krúttlegt. Það ert þú sem ert skerí.

  Reply
 2. JFK

  Barnið er langt frá því að vera það hræðilegasta við þennan viðbjóð…..
  Fæ hroll þegar ég heyri teletubbís nefnt jakkgghhh

  Reply
 3. Heiður

  Barnið er krípí! Kannski finnst mér það af því ég á ekki barn…. En.. mér finnst börn alveg sæt sko, en barnið í sólinni gefur mér hroll!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *