15 minutes of fame

Neisko, ný færsla. Sennilega allir löngu hættir að kíkja við á robbik.net í sínum daglega blogghring.

Nú skal bloggað. Á 15 mínútur eftir að matarhléi. Ekki að ég eigi eftir að byrja vinna strax eftir 15 mínútur.

13 mínútur eftir.


Eins og elstu lesendur vita átti ég eitt sinn Corolla ’95 árgerð. Fyrir tæplega tveim árum yngdi ég upp í Passat ’98 árgerð. Haldiði að nýja drossían hafi svo ekki fengið endurskoðun um daginn.

Reyndar endar bílnúmerið á 5, ég virðist hafa gleymt heilur ári. Án spaugs.

Nú keyri ég um með skærgrænan ellefu límmiða á númeraplötunni. Því er ég að spá. Ef ég flexa það að fara með bílinn í skoðun þangað til í Janúar, fæ ég þá ekki 07 skoðun á bílinn? Spara mér stórfé.


9 mínútur eftir.

Dettur ekkert í hug. 8 mínútur eftir.


Já. Vill Garðabæjarskóli gjöra svo vel og hætta að hringja í mig í leit að Valgeiri Guðjónssyni. Þekki númerið og hef ekki svarað í 2 – 3 skipti, en svaraði í gær.

“Uh, Valgeir Guðjónsson?”

“Nei. Hann er ekki í þessu númeri. Þú hefur hringt áður og spurt!”

“Ha, er þetta ekki [þokkafull karlmannsrödd les upp símanúmerið mitt]”

“Jú, þetta er rétt númer en notandinn er vitlaus.”

Held ég sé laus við þá í bili.


5 mínútur eftir. Var að teygja úr mér.

Er að drekka vont kaffi.

Vil hrósa nýja Kastljósi fyrir fína þætti. Reyni að horfa á Kastljós ef ég get. Þeir hafa sýnt það undanfarna daga að ekki er allt með felltu í fjórða hamingjusamasta landi í heimi.

3 mínútur eftir. Ætla nýta þér í að skila þessum kaffibolla.

Góða helgi. Verð að vinna alla helgina þannig að aldrei að vita nema hugrenningar mínar fá að fljóta inná síðuna. Lofa samt engu. Næsta blogg gæti þess vegna verið eftir viku!


Smá eftir máli á seytjándu mínútu. Tvö ný blogg hafa bæst við, annarsvegar Maggi frændi og hinsvegar Flóki. Tjékk it.

One thought on “15 minutes of fame

 1. Anonymous

  “Jú þetta er rétt númer, en notandinn er vitlaus” ?!?!?! mhuahahhaah
  Robbi (notandi) er vitlaus tíhíhíhíhíhíhí

  Im enjoy the simple things in life,
  JFK

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *