Czech republika

Og ég er kominn tilbaka. Held að ég þurfi að breyta þessari síðu aðeins til að vekja bloggeldinn aftur.

En. Ég var í útlöndum. Það er alltaf gaman í útlöndum. Í þessari reisu fór ég meira að segja til þriggja landa. Flippaðast var þó að fara með lest frá Köben til Malmö. Ehemm.

Heimsótti Prag. Prag í Tékklandi einmitt. Þar er hægt að fá kristalla í massavís. Skemmtilegar þessar kristalbúllur út um allt sem voru að blasta danstónlist í víðóma græjum. Hvað er hentugra en að dansa í búð fullri af kristal.

Prag er frábær borg og ég mæli hiklaust með því að fólk heimsæki hana næst þegar það á leið hjá. Hvort sem maður er á rólegu rölti um Staré Město eða agndofa yfir Kostel Panny Marie Sněžné þá er borgin hrífandi og spennandi. Það er reyndar fáránlega mikið af gömlum konum í frökkum þarna og ljótum barnavögnum, en við hættum að taka eftir því eftir nokkrar klukkustundir.

Við tókum borgina með rólegheitum enda höfðum við nægan tíma. Á milli þess sem við borðuðum góðan mat og sötruðum gott vín og eðal mjöð röltum við um og skoðuðum mannfólk og byggingar. Á tímabili áttum við í vandræðum með að eyða peningunum okkar sem er ný lífsreynsla.

Hef ekki tíma fyrir meira blogg núna en hér eru fyrstu myndirnar.


I.N.R.I.Charles Bridge

Castle

A Church

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *