Navigate this!

Það er einhver nágranni að spila partýtónlist á fullu. Mér líður eins og ég sé kominn á campus aftur.

En ég er það ekki. Ég er heima hjá mér um miðjan dag með lappann á löppunum liggjandi upp í sófa.


Labbaði út í kjörbúð áðan. Með nýja iPod Nano-inn minn. Að labba, utandyra, með tónlist í eyrunum er pínu eins og að horfa á bíómynd. Þú getur verið með sorglega tónlist og horft á útigangsfólkið eða með popptónlist að horfa á 101-liðið og skítklepraða unglingana.

Bara hvað sem flýtur þínum báti þá stundina.

Tilgangurinn með því að nefna kjörbúðina var ekki til að koma með ástæðu til að nefna nýja iPod-inn minn.

Alls ekki.

Heldur keypti ég mér tannbursta. Merkilegt hvað mér finnst oft erfitt að henda gamla tannburstanum mínum. Hann hefur þjónað mér vel. Og nú hendi ég honum bakteríumfylltum ásamt hverju öðru sorpi. Horfi á hann í ruslatunnunni stara á móti með spurningamerki í burstanum. Stundum hendi ég gamla tannburstanum ekki strax. Því þá er ég með tvo tannbursta í tannburstahaldaranum mínum inn á baðherbergi og ekki eins æpandi augljóst á hverjum morgni og kvöldi að ég búi einn.

Þar sem ég er svo gjarn á að prófa nýja hluti keypti ég mér Colcate Navigator.

Colcate fokking Navigator.

Og að bursta sig með honum er eins og að uppgötva tanngarðinn á þér upp á nýtt.

Held það gæti verið gaman að vera nafnasmiður hjá Colcate.

Colcate Voyager, Colcate Explorer, Colcate Pathfinder eru allt góð og gild nöfn fyrir framtíðarlega tannbursta.

Get ekki beðið eftir að tannbursta mig í kvöld aftur.

2 thoughts on “Navigate this!

  1. aslaug

    þarf aðeins að hugsa þetta. til hamingju annars með nýja…. eh tannburstann þinn.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *