Öfugt flæði

Ég lenti í alveg hræðilegri lífsreynslu í gær.

Þá er ég ekki að tala um svona vandræðalegt móment eins og þegar fegurðardrottning kallaði mig flottann um daginn og ég gekk á hurð. Held að heilinn minn hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við svona hrósi og ákveðið að láta mig líta út fyrir að vera heimskingja. Eða að hann hefur vitað að ég hefði klúðrað þessu enn frekar og komið verr út úr þess með því að tala við hana. Hann ræður.

Hvað um það. Í gær.

Þarna var ég í mesta sakleysi mínu að púlla tvistinn í vinnunni. Þegar ég hafði lokið mér af sturtaði ég niður, eins og mér var kennt að gera sem barn. Nema þvert á það sem gerist venjulega þá hækkaði vatnsborðið í klósettinu.

Og hækkaði.

Ég byrja að panica, shjéttfokk, ó mæ god, ó mæ god, ó mæ god. Hvernig á ég að koma mér úr þessu.

Þarna stend ég nærri vitstola af ráðaleysi og ímynda mér allt hið versta þegar allt í einu kemur *slööörrrpppppppp* hljóð og allt sogast niður.

Guði sé lof.

Þarna lá við saurflóði.

Ekki veit ég nákvæmlega hvernig innviði klósetta virkar en sérvitrir verkfræðingar hljóta að hafa hugsað þessar aðstæður fyrir sér og komið fyrir sérlegum saurflóðvarnarbúnaði.

Er þetta í annað skiptið á tiltölulega stuttum tíma sem ég kem skjálfandi út af klósettinu. Hitt skiptið var eftir að ég borðaði mexíkóskan mat á Players. Þá söng gjörsamlega í klósettskálinni.

One thought on “Öfugt flæði

  1. Hulli

    Þetta fannst mér fyndið. Ég hló upphátt! Það gerist ekki oft. Frekar bæld týpa.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *