Sjortari dauðans

Viti þið hver stysta leiðin frá Bólstaðarhlíð 54 í Skipholt 70 er?

Ekki?

Þið keyrið Bólstaðarhlíð að Skipholti, sem tekur við af Bólstaðarhlíðinni. Keyrið Skipholtið sem leið liggur að Ruby Tuesday og snúið við á ljósunum því þið áttið ykkur á því að húsnúmerin fara lækkandi og þið eru komin framhjá sjötíu.

Lækkið í útvarpinu.

Keyrið tilbaka og stoppið hjá American Style, því sú hamborgarabúlla er í Skipholti 70. Nú eru þið sirka 90 metra frá Bólstaðarhlíð 54, þaðan sem þið hófuð ferðina.

Flott Maggi!!

Get kannski skutlað þér í Kringluna næst með viðkomu í Baulu.


Er komin með skoðun á bílinn minn. Fór með hann á verkstæði í gær. Verkstæðið hringdi svo í mig laust fyrir hádegi og sagði að sú manneskja sem hefði skoðað bílinn minn væri nú eitthvað skrýtin.

Ég játti því, enda eru skoðunarmenn hverskonar yfirleitt með hvimleiða heilabilun.

Svo bauðst hann til að gera við það sem var í raun að bílnum og fara með hann í skoðun fyrir mig. Gott mál.

Hver hefði samt trúað því að spindilkúlur væru svona dýrar. Og í hvert skipti sem orðið spindilkúla var notað við mig fór ég að flissa.

“Jájá, skiptu bara um spindilkúlur. Þú herðir kannski blóssastampann og skiptir um frókuskífu í leiðinni. Og athugaðu hvort spökurifan sé nokkuð orðin of gleið.”

Svona mikið veit ég um bíla.

2 thoughts on “Sjortari dauðans

 1. Doddi

  Spindilkúlur geta fengið mig til að taka hamskiptum.
  (Dodda stig 4 – held ég, Örvar og Dabbi).
  Fór einu sinni á verkstæði til að láta kíkja á eitthvað smá hljóð sem að kom er ég lagði fullt á bílinn til vinstri. 2 klst síðar mátti ég koma og sækja gripinn.
  Ákvað í leiðinni að taka út svona 7000-kr úr hraðbanka. Vera vel vopnaður í komandi samningaviðræðum, bjóða bara svart og veifa seðlabúntinu um leið.
  Eftir 2 sek samningaviðræður var visakortinu þrykkt gegnum posann, 70.000,- ísl kr.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *