Þú ert ekki nanó

Um það bil þrír af hverjum þrem sem ég sýni iPodinn minn (fyrir utan eina stelpu), sem kallast nano því hann er ogguponsulítill, skoða hann með frygðunarsvip og æpa síðan upp yfir sig “Ertu ekki hræddur um að hann brotni?” eða “Ég hef nú heyrt að glerið sé alltaf að brotna í þeim!”.

Þetta er náttúrulega ekkert annað en sturluð öfundsýki.

Ég ætla ekki að væla í Apple yfir að þetta sé “borderline áhlustandi vegna fáránlegrar smæðar”. Ég geri mér grein fyrir að hann er smágerður og að hluta til úr plasti.

Ekki geymi ég hann í buxnavasanum ásamt hnúajárninu mínu og smámynt hverskonar, heldur passa ég að ekkert sé til staðar í vasanum þar sem ég ætla mér að hulstra iPodinn þessa stund sem ég labba á milli staða.

Ég hugsa vel um eigur mínar, sama í hvaða mynd þær eru.

7 thoughts on “Þú ert ekki nanó

 1. Stebbi Gunn

  Það er allveg rétt hugsað hjá þér væni minn. Maður á að fara vel með dótið sitt.
  Ég myndi sýna mína öfund með því að kinka kolli hugsi og segja,, já, annars nota ég nú ennþá geilsaspilarann”, en ég er líka plebbi.

  Reply
 2. Tryggvi

  Fyndið, þetta eru svipuð viðbrögð og stelpur sýndu þegar ég dró fram dálítið annað sem ég á og þær kölluð oft nanóið. 🙂 En það var örugglega líka bara öfund.

  Reply
 3. Gunnar

  Jájá við erum nanó eða whatever. farðu að að blogga um eitthvað maður. 8 dagar liðnir og ekker nýtt komið. maður er að develloppa magasár yfir þessu.

  Reply
 4. robbik

  Ekki vil ég það nú. Það hlýtur að fara koma bloggfærsla fljótlega, trúi ekki öðru.

  Reply
 5. robbik

  Þessi umræddi iPod Nano lenti í þvottavélinni nokkrum vikum eftir þessi færslu. Það kallast kaldhæðni held ég.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *