Jólaandinn

Síðasta færsla var nú ekki beint sú jólalegasta, ekki óbeint heldur. Sumt fólk fer í pirrurnar á mér á hvaða árstíma sem er.

En núna.

Núna sit ég inn í stofu hjá mömmu og pabba, prúðuleikararnir eru í sjónvarpinu, Kitchen Aid hrærivélin í gangi og jólaskapið að færast yfir mig. Stöðugur gestagangur og pakkaskiptingar, hrúgan undir jólatrénu (sem er með því stærra sem ég hef séð) stækkar stöðugt. Þetta færir mér gleði.

Góðir vinir hittust á Karólínu í gær eins og siður er orðinn á Þorláksmessu. Ég á góðan hóp af góðum vinum…

Ég hef það gott.

Verum þakklát fyrir það sem við höfum. 100% þeirra sem lesa þetta blogg hafa það gott. Við erum ekki að kíkja á netið í nístingskulda í fjallakimum Pakistan. Við höfum efni á að gefa hvort öðru góðar gjafir. Við borðum ógrynni af mat yfir hátíðarnar meðan milljónir deyja úr hungri.

Njótum hátíðanna, okkur finnst okkur öll eiga það skilið, en gleymum okkur þó ekki.

Gleðileg jól öllsömul

2 thoughts on “Jólaandinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *