KDE

Ég er tölvunarfræðingur að mennt. Sem slíkur vinn ég gjarnan við tölvur.

Ég blogga mjög lítið um tölvur og starf mitt, enda skilja fáir hvað ég paufa allan daginn – nema mögulega aðrir tölvunördar.

Langaði bara að sýna ykkur hvernig desktoppið mitt lítur út. Þannig að næst þegar ég missi orðið Linux út úr mér og þið byrjið að ranghvolfa augunum, þá hafi þið hér screenshot af Linux in action!

Athugið að desktoppið mitt er 3200×1200, þannig að þið þurfið að skrolla út og suður til að sjá alla myndina…

[mynd týnd]

Smekklegt ekki satt? Hlutar hafa verið blörraðir út til að vernda hina saklausu.


Annars er ég að vinna í dag.

 

Hef tekið eftir því í morgun, þegar ég hef verið að sækja kaffi og almennt sniglast innan um annað fólk hér á stofnuninni, að fólk er að horfa á fæturnar á mér og benda og hvíslast á.

Ég er ekki í mislitum sokkum, enda á ég einungis svarta sokka. Reyndar eru allir svörtu sokkarnir mínir með misjafnan svartan litartón þar sem þeir hafa verið þvegnir mismikið. Þetta getur valdið því að ég eyði heilu og hálfu klukkustundunum á morgnanna að finna tvo svarta sokka með svipaðan litartón.

Allavegana. Komst svo að því að allir eru í jólasokkum. Ekki nóg með það heldur komu allir með smákökur. Ofan á það komu allir með pakka líka.

TAKK fyrir að láta mig vita.

Ég er bara forritari sem heldur þessu fokking drasli gangandi.

En mér er sama. Er að fara hætta hérna. Nú er bara spurning hvernig ég næ mér niður á þeim, þarf að flexa eitthvað á eftir þegar allir eru að mylja smákökur og skiptast á pökkum. Ein hugmynd er að fara úr sokkunum og pakka þeim inn í dagblað, finna svo rauðan töflutúss og lita aðra hverja tá rauða…segist svo bara hafa komið með smákökur sem einhver annar kom með.

3 thoughts on “KDE

 1. Hadda

  Þú átt einmitt sokka hérna, helvíti vel þvegna… Ætlaði að troða þeim uppá Adam en hann þverneitaði… Þá fattaði ég að þú átt þá, fínir sokkar er alveg búin að nota þá þrisvar:-)

  Reply
 2. robbik

  Þú átt einmitt sokka hér hjá mér líka. Reyndar bara einn, virðist vera búinn að týna hinum.

  Vel þveginn, gott ef hann er ekki Nike líka!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *