Síðasti kóngurinn

Síðasti dagurinn í þessari vinnu, vissulega hálf undarleg tilfinning. Hér sit ég í básnum mínum, blaðabúnkar, möppur og bækur útum allt – harðir diskar og netsnúrur ásamt ýmsu stöffi sem ég hef sankað að mér undanfarið.

Hér eru allir að kinka til mín kolli og benda mér á að nú sé síðasti dagurinn minn. Erfitt að missa svona snilling eins og mig sem er vissulega búinn að setja sitt mark á flugmál Íslands.

Aha!


Ég fór á King Kong í gærkveldi, í 10 bíó. Af hverju sagði mér enginn að þessi mynd er 7 tímar að lengd, ég var farinn að hafa áhyggjur að missa hreinlega af jólunum.

Jújú, myndin er fín og flott og sæt og allt það. En aaaaalllttt of langdregin.

Svo voru einhverjir kerlingarræflar sí-bitchandi í röðinni fyrir aftan okkur. Með komment eins og “nú koma köngulærnar” og “ohh” og “ææææi”. Af hverju hefur sumt fólk óstjórnlega þörf fyrir að benda á það sem á augljóslega eftir að gerast næst í bíómynd – “já, nú ræðst hann á næstu risaeðlu” … Helduru það erkifíflið þitt, leigðu vídjóspólur og dreptu einhvern annan með þínum óguðlegu kommentum.


Happy days!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *