Þröskuldur

Svoooog. Threshold byrjaði á Skjá 1 í gærkveldi, samblanda af X-Files, Lost og America’s Next Top Model. Byrjaði vel, góða við þennan þátt er að það gerðist skítfylli af drasli þegar í fyrsta þætti.

Ég gafst upp á að horfa á Lost á sínum tíma. Þvílík tímasóun sem það var, gerðist aldrei neitt, bara eitthvað pakk á eyðieyju lengst í ballarhafi.

Annars horfði ég á einhverja þá fyndnustu bíómynd sem ég hef séð á sunnudagskvöldið, kínversku myndina Siu lam juk kau, eða Shaolin Soccer.

Í alvörunni, farið og leigið ykkur þessa mynd strax í gær. Nýjasta mynd leikstjórans, Stephen Chow, kallast Kung Fu og er planað að horfa á hana á allra næstu dögum. Reikna ég fastlega með að hún sé lítið minna fyndin en Shaolin Soccer.

One thought on “Þröskuldur

  1. Anonymous

    Já en það eru (næstumþvi) allir svo fallegir í LOST!!
    Til hell með allan söguþráð.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *