Halló

Ég mun blogga aftur.

Er bara í . . . tja . . . heldur óandlegu jafnvægi þessa dagana. Ef ég hefði þann siðblinda metnað að skrifa allt sem gerist í mínu lífi hér þá myndu færslurnar vera daglegar og nákvæmlega jafn fyndnar eins og þær yrðu sorglegar.

Dramatískt, huh?

Ætti kannski samt að hnipra niður daglegar hugrenningar, svona sem minnispunkta fyrir sjálfsævisögu mína: “Týndur í 48 fermetra íbúð”.

Líf mitt er samt ekkert svona sorglegt. Aðallega skondið.

Ný vinna og ný verkefni, spennandi hlutir framundan – í mínu faglega lífi, listræna lífi og einkalífi!

7 thoughts on “Halló

 1. Hadda

  Fer ekki að komast á jafnvægi Robbi minn? Fór ekki Akureyrin vel með þig? útrás í flutningunum og sonnna;:ö)

  Reply
 2. robbik

  Það er að komast á gott jafnvægi. Er hinsvegar bara svo mikið að gera hjá mér og símalínan heima er dauð þannig að ég get ekki bloggað 😛

  Akureyri var hressandi. Mest hissa á því að ég sé ekki með strengi miðað við hvað var tekið á. Ég er greinilega í betra formi en menn halda.

  Reply
 3. Tryggvi

  Þú tekur bar netta Delí á þetta. Frekar mikill véfréttastíll á þér. Held að þú horfir of mikið á spennuþætti, svolítið svona “meira í næsta þætti” heilkenni á blogginu þínu.

  Kemurðu í þorrablótið?

  Reply
 4. robbik

  Hehe, véfréttastíll segiru, er það ekki bara meira krassandi!

  Veit ekki með þorrablótið, það er tvöfalt 28 ára afmæli í “þúst hinni fjölskyldunni” minni sem ég vil eiginlega alls ekki missa af.

  Sumsé, óákveðið eins og allt annað.

  Reply
 5. Hadda

  Það veit andskotinn hvar ég verð að ári:-) en þorrinn hann verður hér, sei sei

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *