Hið reglulega nýár

Afsakið. Ég þurfti að pústa aðeins. Var í fríi á Akureyri frá fyrsta degi fyrir aðfangadag til og með fyrsta degi eftir fyrsta dag ársins 2006.

Síðan er það nýja vinnan á nýju ári. Gott stöff nema ég var í sífellu að læsa mig úti á gangi því ég var ekki kominn með aðgangskort og ég er enn að læra á kaffikönnuna.

En þetta er allt á leið til batnaðar, kominn með aðgangskort en kaffikannan velkist enn svolítið fyrir mér. Það á reyndar eftir að taka mynd af mér fyrir aðgangskortið sem verður sennilega gert á morgun og því mikilvægt að ná góðum fegurðarsvefni í nótt, svefn hefur ekki verið viðamikill í mínu lífi það sem af er ári.

Fegurð er hinsvegar allsráðandi.

Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir að lesa þetta rumbl.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *